Körfubolti

Keflvíkingar aftur á toppinn

Bobby Walker var öflugur í liði Keflavíkur í kvöld
Bobby Walker var öflugur í liði Keflavíkur í kvöld Mynd/Víkurfréttir

Keflvíkingar eru komnir aftur í toppsætið í Iceland Express deild karla eftir góðan sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld 98-95 í hnífjöfnum leik.

Bobby Walker var atkvæðamestur í liði heimamanna með 30 stig og Tommy Johnson skoraði 26 stig. Þá skoraði Magnús Gunnarsson 19 stig.

Justin Shouse átti stórleik í sókninni hjá gestunum og skoraði 28 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 6 fráköst, Slobodan Subasic skoraði 18 stig, Hlynur Bæringsson skoraði 15 stig og hirti 9 fráköst og Magni Hafsteinsson skoraði 14 stig.

Þá vann Tindastóll góðan heimasigur á ÍR 98-94. Philip Perre skoraði 28 stig og hirti 7 fráköst fyrir Tindastól, Donald Brown skoraði 27 stig og Svavar Birgisson 15 stig.

Steinar Arason var stigahæstur í jöfnu liði gestanna með 19 stig, Tahirou Sani skoraði 18 stig, Sveinbjörn Claessen skoraði 17 stig og Nate Brown skoraði 15 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst.

Keflavík er á toppi deildarinnar með 22 stig, KR hefur 20, Grindavík 18, Njarðvík 15 í fjórða sætinu og Skallagrímur 14 stig í því fimmta. Snæfell hefur 12 stig líkt og Tindastóll í 6.-7. sætinu og Stjarnan og ÍR hafa 10 stig í 8.-9. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×