Viðskipti innlent

Byr þurfti ekki á samruna við Glitni að halda

Ragnar Zophanías Guðjónsson.
Ragnar Zophanías Guðjónsson.

Ragnar Zophanías Guðjónsson, annar sparisjóðsstjóra Byrs, segir að viðræður um hugsanlega sameiningu við Glitni hafi verið örstutt á veg komnar þegar ákveðið var að hætta þeim í morgun. Hann segir bullandi óvissu vera í gangi en Byr muni halda sínu striki enda í fínum málum.

„Við höldum bara áfram sem fyrr enda stöndum við mjög vel og erum sterkir. En auðvitað hefur þetta áhrif á allan bankaheiminn og menn verða að skoða málin," segir Ragnar sem telur gott mál að Ríkið hafi komið inn í sem hluthafi í Glitni.

Undanfarið hefur verið sterkur orðrómur um hugsanlega sameiningu bankanna og í síðustu viku gáfu forsvarsmenn þeirra formlega út að sameiningarviðræður væru hafnar.

„Við vorum hinsvegar ekkert í þeirri aðstöðu að þurfa á samruna að halda," segir Ragnar.

Aðspurður hversvegna þeir hafi þá farið í fyrrnefndar sameiningaviðræður segir Ragnar að stjórnarformaðurinn verði að svara fyrir það.

„Það var farið í að kanna þann möguleika eftir væntanlega ósk frá Glitni og niðurstaða stjórnar var sú að það þætti áhugavert. En það var ekki búið að ganga frá neinu, og verður væntanlega ekki gert."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×