Viðskipti innlent

Skoða þarf hvort yfirtökuskylda hafi myndast hjá Glitni

Kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni hafa vakið upp þá spurningu hvort yfirtökuskylda hafi ekki myndast hvað varðar hin 25% sem eftir eru. Þórður Friðjónsson forstjóri kauphallarinnar segir að það sé mál sem þurfi að skoða.

Þórður segir að að samkomulagið hafi verið gert við stærstu hluthafa bankans en það sé spurning um hagsmuni þeirra sem ekki voru aðilar að samkomulaginu. Þetta þurfi að athuga og það sé Fjármálaeftirlitsins að kanna það mál.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×