Viðskipti innlent

Stoðir óska eftir greiðslustöðvun

Jón Sigurðsson, forstjóri Stoðir.
Jón Sigurðsson, forstjóri Stoðir.

Stjórn Stoða hf. (áður FL Group hf.) hefur óskað eftir því við Héraðsdóm

Reykjavíkur að félaginu verði veitt heimild til greiðslustöðvunar.

Gert er áð fyrir að beiðnin verði tekin fyrir og afgreidd með heimild til

greiðslustöðvunar í dag og tilsjónarmaður á greiðslustöðvunartíma skipaður. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Stoðir áttu 32 prósenta hlut í Glitni sem í morgun var bjargað frá gjaldþroti með aðstoð ríkissjóðs. Stoðir eiga einnig hlut í Baugi Group og 40 prósent í fasteignafélaginu Landic Property, Tryggingamiðstöðina auk hluta í drykkjarvörurframleiðendunum Royal Unibrew og Refresco. Enn fremur eiga Stoðir Bayrock Group sem er fasteignafélag sem meðal annars á eignir í Miami.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×