Golf

Leik hætt snemma á þriðja degi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Flesch.
Steve Flesch. Nordic Photos / Getty Images
Hætta þurfti keppni á þriðja keppnisdegi PGA-meistaramótsins vegna óveðurs á Oakland Hills.

Fjórir tímar liðu frá því að leik var hætt þar til ákveðið var að fresta keppni til morguns.

Átta kylfingar áttu eftir að hefja leik í dag. Andres Romero er efstur þeirra kylfinga sem eru komnir í hús á samtals tveimur höggum yfir pari en hann lék á 65 höggum í dag.

Úti á vellinum stendur Steve Flesch best á einu höggi yfir pari.

JB Holmes er þó enn formlega með forystu á einu höggi undir pari. Næstir koma Charlie Wi, Justin Rose og Ben Curtis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×