Golf

JB Holmes með forystuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
JB Holmes er með forystuna á PGA-meistaramótinu.
JB Holmes er með forystuna á PGA-meistaramótinu. Nordic Photos / Getty Images
Bandaríkjamaðurinn JB Holmes er með forystuna á PGA-meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Hann er eini kylfingurinn sem hefur leikið hringina tvo á undir pari en hann er á einu höggi undir pari vallarins. Hann lék á 68 höggum í dag.

Þrír kylfingar eru á pari. Englendingurinn Justin Rose og Ben Curtis frá Bandaríkjunum sem léku báðir á 67 höggum í dag. Þá er Suður-Kóreumaðurinn Charlie Wi einnig á pari en hann lék á 70 höggum í dag.

Sergio Garcia er á tveimur höggum yfir pari og Phil Mickelson þremur yfir.

Aðstæður urðu sífellt erfiðari eftir því sem á lið daginn og enginn náði að ógna forskoti Holmes að neinu ráði.

Meðal þeirra sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn voru Darren Clarke, Vijay Singh, Lee Westwood og Colin Montgomerie sem náði sér engan veginn á strik og lék hringina tvo á tuttugu höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×