Formúla 1

Hamilton þokast nær titli með sigri

Mynd: Getty Images

Bretinn Lewis Hamilton vann kínverska kappaksturinn í Sjanghæa í dag á McLaren. Ferrari menn sáu aldrei til sólar og Hamilton er með sjö stiga forskot á Felipe Massa þegar einu móti er ólokið.

Helgoin var fullkominn hjá Hamilton. Hann náði besta tíma í tímatökum, besta tíma í einstökum hring og vann. Það er hin fullkokmna þrenna í Formúlu 1.

Staða fremstu manna breyttist ekkert eftir ræsingu, nema hvvað Raikkönen hleypti Massa framúr til að Massa fengi sem flest stig á lokasprettinum.

Titilvonir Robert Kubica slokknuðu endalega í mótinu en hann náði aldrei að sýna sitt rétta andlit. Var í vandræðum með bílinn og varð sjötti.

Massa verður á heimavelli í næstu keppni, sem verður í Brasilíu eftir hálfan mánuð. Þá munu úrslitin ráðast í stigamóti ökumanna og bílasmiða.

Mótið verður endursýnt kl. 11.30 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Lokastaðan í K'ina

1. Hamilton McLaren-Mercedes (B) 1:31.57.403

2. Massa Ferrari (B) + 14.925

3. Raikkonen Ferrari (B) + 16.445

4. Alonso Renault (B) + 18.370

5. Heidfeld BMW Sauber (B) + 28.923

6. Kubica BMW Sauber (B) + 33.219

7. Glock Toyota (B) + 41.722

8. Piquet Renault (B) + 56.645












Fleiri fréttir

Sjá meira


×