Fótbolti

Arshavin dreymir um Bayern München

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu á EM í sumar.
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu á EM í sumar. Nordic Photos / AFP

Andrei Arshavin, leikmaður Zenit frá St. Pétursborg í Rússlandi, segir að það væri draumi líkast að fá að spila fyrir Bayern München.

Arshavin hefur margítrekað að hann vilji fara frá Zenit en félagið hafnaði tilboðum bæði frá Englandi og Spáni í sumar. Félagið vill fá 25 milljónir punda fyrir hann en Arshavin telur að það sé ekki raunhæft.

Hann hefur áður sagt að hann hafi engan áhuga á að spila með Zenit á næstu leiktíð, sama hvort hann verði seldur frá félaginu eða ekki.

Eitt þeirra félaga sem hafa verið orðuð við Arshavin að undanförnu er þýska stórliðið Bayern München.

„Ég vil ekki spila áfram með Zenit," sagði Arshavin í samtali við þýska fjölmiðla. „Það væri draumi líkast að spila með Bayern."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×