Golf

Ballesteros af gjörgæslu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ballesteros með ein af 87 sigurverðlaunum sínum.
Ballesteros með ein af 87 sigurverðlaunum sínum.

Seve Ballesteros hefur verið tekinn af gjörgæsludeild sjúkrahússins í Madríd þar sem hann hefur verið í meðhöndlun síðan 14. október vegna heilaæxlis.

Þessi 51. árs spænski kylfingur var upphaflega settur á sjúkrahús eftir að hafa misst meðvitund á flugvellinum í Madríd þann 6. október. Hann var greindur með heilaæxli og hefur gengist undir þrjár stórar aðgerðir.

Að sögn talsmanns sjúkrahússins verður Ballesteros þó enn í stöðugri meðhöndlun. „Það eru vissulega góðar fréttir að hann sé kominn af gjörgæsludeild en ég vil samt biðja fólk um að sýna þolinmæði. Það er enn langur vegur sem á eftir að fara," sagði hann. Ballesteros hefur unnið 87 titla á ferli sínum. Hann lagði kylfuna á hilluna í fyrra vegna meiðsla í baki og hné.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×