28 ára lyfjafræðingur fékk ekki að tjalda Breki Logason skrifar 3. júlí 2008 16:09 Tjaldvagn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. "Ef þið eruð með börn þá megið þið tjalda, ef þið eruð að fara að búa til börn þá farið þið annað," sagði umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Laugarási í Biskupstungum þegar lyfjafræðingurinn Kristín Laufey Steinadóttir ætlaði að tjalda ásamt tveimur vinkonum sínum. „Það voru tvö pör líka með okkur á öðrum bílum, þannig að við vorum sjö. Okkur var síðan eiginlega bara vísað strax í burtu," segir Kristín í samtali við Vísi en hópurinn er á aldrinum 26-28 ára og ætlaði að eiga notalega helgi með hlaupaskóna í aftursætinu. Áður en Kristín og félagar ætluðu að tjalda í Laugarási var búið að hringja á Þingvelli og Laugavatn þar sem þau fengu skilaboð um að 30 ára aldurstakmark væri á tjaldsvæðin. Þegar þau síðan fundu umrætt tjaldstæði kom umsjónarmaður svæðisins og bað „krakkana" að fara eitthvað annað. „Skýringin var bara sú að þetta væri fyrir fjölskyldufólk með börn," segir Kristín sem varð mjög hneyksluð á framkomu mannsins. „Já maður verður pínu hneykslaður á því að vera flokkaður sem vandræðagemsi svona um leið og maður mætir," segir Kristín hneyksluð. Upplýsingar frá umsjónarmanni á tjaldstæðinu í Laugarási voru þær að svæðið væri auglýst sem fjölskyldustæði en sá sem Vísir ræddi við var ekki á vakt umrætt kvöld. „Oft vísum við fólki sem ekki er með börn af svæðinu," sagði stúlkan á símanum við Vísi. Á Þingvöllum fengust þær upplýsingar að 18 ára aldurstakmark væri á tjaldstæðinu þar sem umsjónarmenn þar vildu forðast drykkjulæti unglinga. Stúlkan þar hafði hinsvegar heyrt að það væri 35 ára aldurstakmark á Laugarvatni. „Nei það er nú ekki svoleiðis hjá mér," sagði Guðmundur Óskar umsjónarmaður á Laugarvatni sem hefur séð um svæðið undanfarin þrjú sumur. „Þetta er í raun mjög einfalt hér. Óæskileg hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína undir eðlilegum kringumstæðum og gerir heimskupör er ekki það sem við viljum. Annars eru allir velkomnir." Guðmundur segir að svæðið sé fyrst og fremst ætlað fjölskyldufólki og það hafi verið svoleiðis síðan hann tók við. „Þeir segja það líka Laugvetningar að nú sé hægt að sofa hérna um helgar," segir Guðmundur en aldrei hefur þurft að kalla til lögreglu eða björgunarsveit síðan hann tók við. Aðspurður um hvort barnlausu vinafólki undir þrítugu yrði vísað frá svæðinu segir Guðmundur: „Ég myndi tala við þau fyrst og spyrja hvort þau ættu von á gestum og svona." Hann segir að í raun sé erfitt að eiga við þetta og hann kvíðir nokkuð fyrir komandi helgi. „Ég er orðinn voðalega þreyttur á því að banna greyjunum að koma, en ég bara ræð ekki við þetta." Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
"Ef þið eruð með börn þá megið þið tjalda, ef þið eruð að fara að búa til börn þá farið þið annað," sagði umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Laugarási í Biskupstungum þegar lyfjafræðingurinn Kristín Laufey Steinadóttir ætlaði að tjalda ásamt tveimur vinkonum sínum. „Það voru tvö pör líka með okkur á öðrum bílum, þannig að við vorum sjö. Okkur var síðan eiginlega bara vísað strax í burtu," segir Kristín í samtali við Vísi en hópurinn er á aldrinum 26-28 ára og ætlaði að eiga notalega helgi með hlaupaskóna í aftursætinu. Áður en Kristín og félagar ætluðu að tjalda í Laugarási var búið að hringja á Þingvelli og Laugavatn þar sem þau fengu skilaboð um að 30 ára aldurstakmark væri á tjaldsvæðin. Þegar þau síðan fundu umrætt tjaldstæði kom umsjónarmaður svæðisins og bað „krakkana" að fara eitthvað annað. „Skýringin var bara sú að þetta væri fyrir fjölskyldufólk með börn," segir Kristín sem varð mjög hneyksluð á framkomu mannsins. „Já maður verður pínu hneykslaður á því að vera flokkaður sem vandræðagemsi svona um leið og maður mætir," segir Kristín hneyksluð. Upplýsingar frá umsjónarmanni á tjaldstæðinu í Laugarási voru þær að svæðið væri auglýst sem fjölskyldustæði en sá sem Vísir ræddi við var ekki á vakt umrætt kvöld. „Oft vísum við fólki sem ekki er með börn af svæðinu," sagði stúlkan á símanum við Vísi. Á Þingvöllum fengust þær upplýsingar að 18 ára aldurstakmark væri á tjaldstæðinu þar sem umsjónarmenn þar vildu forðast drykkjulæti unglinga. Stúlkan þar hafði hinsvegar heyrt að það væri 35 ára aldurstakmark á Laugarvatni. „Nei það er nú ekki svoleiðis hjá mér," sagði Guðmundur Óskar umsjónarmaður á Laugarvatni sem hefur séð um svæðið undanfarin þrjú sumur. „Þetta er í raun mjög einfalt hér. Óæskileg hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína undir eðlilegum kringumstæðum og gerir heimskupör er ekki það sem við viljum. Annars eru allir velkomnir." Guðmundur segir að svæðið sé fyrst og fremst ætlað fjölskyldufólki og það hafi verið svoleiðis síðan hann tók við. „Þeir segja það líka Laugvetningar að nú sé hægt að sofa hérna um helgar," segir Guðmundur en aldrei hefur þurft að kalla til lögreglu eða björgunarsveit síðan hann tók við. Aðspurður um hvort barnlausu vinafólki undir þrítugu yrði vísað frá svæðinu segir Guðmundur: „Ég myndi tala við þau fyrst og spyrja hvort þau ættu von á gestum og svona." Hann segir að í raun sé erfitt að eiga við þetta og hann kvíðir nokkuð fyrir komandi helgi. „Ég er orðinn voðalega þreyttur á því að banna greyjunum að koma, en ég bara ræð ekki við þetta."
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira