Íslenski boltinn

Finnur verður Sverri innan handar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Finnur Kolbeinsson í leik með Fylki sumarið 2005.
Finnur Kolbeinsson í leik með Fylki sumarið 2005.

„Ég verð fyrst og fremst í þessu til að styðja við bakið á Sverri og ef það hjálpar mínu gamla félagi eitthvað þá er ég meira en til í að gera það,“ sagði Finnur Kolbeinsson sem verður Sverri Sverrissyni, nýráðnum þjálfara Fylkis, innan handar.

Leifur Garðarsson var í gær rekinn sem þjálfari Fylkis eftir tæplega þriggja ára starf. Fylkir er í tíunda sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan HK auk þess sem liðið mætir Fjölni í undanúrslitum bikarkeppninnar á sunnudaginn.

„Það hefur gengið fremur illa að innbyrða sigur upp á síðkastið og ljóst að einhverju þarf að breyta. Aðalmálið er að halda sér í deildinni enda lítið eftir af mótinu.“

Finnur hætti eftir sumarið 2005 og hefur síðan þá ekkert starfað í kringum fótboltann. Hann stóð aldrei til hjá honum að fara í þjálfun.

„Sverrir leitaði til mín og ég er til í að gera það sem ég get til að hjálpa honum og Fylki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×