Sýnarmenn að tjaldabaki í Barcelona 28. febrúar 2008 13:11 Friðrik Þór mundar vélina á æfingasvæðinu Starfsmenn Sýnar dvöldu að tjaldabaki í Barcelona á æfingum keppnisliða síðustu daga, en það var liður í margslunginni þáttagerð sem stendur til hjá Sýn vegna Formúlu 1. Verið er að undirbúa fjölda nýrra þátta og sannkallaðrar kappakstursveislu vikuna fyrir fyrsta mót. Þá verður þáttur um frumsýningar keppnisliða, viðtöl við ökumenn og tæknimenn að tjaldabaki í Barcelona og fyrsti þátturinn af mörgum sem sýnir Formúlu 1 frá nýrri hlið, þáttur á mannlegu nótunum. Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður og Gunnlaugur Rögnvaldsson umsjónarmaður Formúlu 1 á Sýn kynntu sér gang mála hjá keppnisliðum í Barcelona þegar æfingar stóðu sem hæst og tóku fjölda aðila tali. Meðal þeirra Kimi Raikkönen hjá Ferrari, Íslandsvinina Nico Rosberg hjá Williams og Mark Webber hjá Red Bull Reanult. Þá ræddu þeir við fjölda tæknistjóra, m.a. Ross Brawn hjá Honda sem var áður aðalmaðurinn hjá Ferrari ásamt Michael Schumacher. Þátturinn um heimsókn Sýnar að tjaldabaki í Barcelona verður sýndur 12. mars, en tveimur dögum áður verður sýnt frá frumsýningum Formúlu 1 liða á Sýn. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Starfsmenn Sýnar dvöldu að tjaldabaki í Barcelona á æfingum keppnisliða síðustu daga, en það var liður í margslunginni þáttagerð sem stendur til hjá Sýn vegna Formúlu 1. Verið er að undirbúa fjölda nýrra þátta og sannkallaðrar kappakstursveislu vikuna fyrir fyrsta mót. Þá verður þáttur um frumsýningar keppnisliða, viðtöl við ökumenn og tæknimenn að tjaldabaki í Barcelona og fyrsti þátturinn af mörgum sem sýnir Formúlu 1 frá nýrri hlið, þáttur á mannlegu nótunum. Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður og Gunnlaugur Rögnvaldsson umsjónarmaður Formúlu 1 á Sýn kynntu sér gang mála hjá keppnisliðum í Barcelona þegar æfingar stóðu sem hæst og tóku fjölda aðila tali. Meðal þeirra Kimi Raikkönen hjá Ferrari, Íslandsvinina Nico Rosberg hjá Williams og Mark Webber hjá Red Bull Reanult. Þá ræddu þeir við fjölda tæknistjóra, m.a. Ross Brawn hjá Honda sem var áður aðalmaðurinn hjá Ferrari ásamt Michael Schumacher. Þátturinn um heimsókn Sýnar að tjaldabaki í Barcelona verður sýndur 12. mars, en tveimur dögum áður verður sýnt frá frumsýningum Formúlu 1 liða á Sýn.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira