Körfubolti

Grindavík burstaði Snæfell

Mynd/Víkurfréttir/JónBjörn

Grindvíkingar fetuðu í dag í fótspor granna sinna í Keflavík þegar þeir héldu lífi í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar með öruggum sigri á Snæfelli í þriðja leik liðanna sem fram fór í Grindavík.

Grindvíkingar höfðu frumkvæðið frá byrjun í dag og unnu 90-71 sigur og minnkuðu þar með muninn í 2-1 í einvíginu. Næsti leikur fer fram í Stykkishólmi og því ljóst að erfitt verkefni bíður suðurnesjaliðsins þrátt fyrir góðan sigur í dag.

Þorleifur Ólafsson var stigahæstur heimamanna í dag með 20 stig, Helgi Jónas Guðfinnsson og Jamaal Williams skoruðu 14 stig hvor, Adam Darboe skoraði 13 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson skoraði 12 stig og hirti 7 fráköst og Páll Kristinsson skoraði 11 stig.

Hjá Snæfelli var Justin Shouse með 16 stig og Hlynur bæringsson með 10 stig og 13 fráköst, en aðrir leikmenn liðsins skoruðu innan við 10 stig i leiknum.

Næsti leikur lðanna fer fram í Hóminum á mánudagskvöldið klukkan 20 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Fjórði leikur ÍR og Keflavíkur fer svo fram í Seljaskóla á morgun og hann verður í beinni útsendingu klukkan 17:00. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×