Nína Björk Geirsdóttir úr GKj hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik sem stendur yfir í Vestmannaeyjum. Helena Árnadóttir úr GR er í öðru sætinu.
„Það tók rosalega á að spila í dag og er er mjög þreytt eftir hringinn. Á 14. og 15. teig var varla stætt. Þetta eru miklu meiri átök en vanalega en ég er nokkuð ánægð með hringinn í dag," sagði Nína Björk í samtali við kylfingur.is. Nína gengur með barn undir belti, er komin sex mánuði á leið.
„Það kemur ekkert annað til greina nema sigur. Ég ætla að hvíla mig vel í dag og mæta fersk og tilbúin á morgun," sagði Nína en ítarlegra viðtal við hana er á kylfingur.is.