Viðskipti innlent

Bankarnir hækka í Kauphöllinni

Sigurjón Árnason, annar tveggja bankastjóra Landsbankans.
Sigurjón Árnason, annar tveggja bankastjóra Landsbankans. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í stóru viðskiptabönkunum þremur eru einu bréfin sem hafa hækkað í Kauphöll Íslands í dag. Rekstrarfélögin, auk Existu og Færeyjabanka hafa hins vegar öll lækkað í verði á sama tíma.

Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 0,79 prósent, bréf Glitnis um 0,29 prósent og Kaupþings um 0,19 prósent.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í Færeyjabanka lækkað um 1,62 prósent, Existu um 0,5 prósent, Icelandair um 0,49 prósent, Össuri um 0,3 prósent, Marel um 0,21 prósent og Straumi um 0,18 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,2 prósent það sem af er dags og stendur hún í 4.802 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×