Með ólæknandi flugdellu Annas Sigmundsson skrifar 28. maí 2008 00:01 Þorvaldur Lúðvík MYND/Ragnheiður Nú síðustu ár hefur þeim fjölgað í viðskiptalífinu hér á landi sem nýta sér einkaþotur til að sinna viðskiptaerindum erlendis. Þær sjást nú daglega taka flugið frá Reykjavíkurflugvelli. Hitt er þó sjaldgæfara að forstjórar sjái sjálfir um að fljúga þeim. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, hefur lengi verið heillaður af fluginu. „Ég byrjaði að fljúga svifflugum þegar ég var þrettán ára, með undanþágu og foreldrasamþykki. Ég hef haft alveg ólæknandi flugdellu frá því að ég man eftir mér. Tók einkaflugmanninn í menntaskóla, en hef svo bætt við mig réttindum á stærri vélar, fjölhreyflaréttindum og síðan blindflugsréttindum,“ segir Þorvaldur. Hann hefur ekki tölu á þeim tegundum flugvéla sem hann hefur flogið en flýgur nú mest skrúfuþotu af gerðinni Beechcraft B200 King Air. „Síðan á ég rússneska jálkinn YAK-11, sem var upphaflega framleidd sem orrustuvél fyrir tékkneska flugherinn árið 1956 en var síðan seld til Egyptalands þar sem hún laskaðist og týndist í eyðimörkinni í tuttugu ár. Hún fannst síðan árið 1984 og var flutt til Evrópu, þar sem hún var gerð upp frá grunni og varð flughæf árið 1994.“ Að sögn Þorvaldar er mikil gróska í fluginu á Akureyri og segir hann að þar sé nú unnið að endursmíði nokkurra gersema íslenskrar flugsögu. „Til dæmis er Magnús Þorsteinsson athafnamaður mjög iðinn við smíðarnar og eins er Arngrímur Jóhannsson með flotann sinn á sama stað.“ Þorvaldur segist mikið nota Beechcraft-skrúfuþotuna því að slíkt borgi sig þegar margir samstarfsmenn séu með í för. Þá sé flogið beint til Bretlands, Skandinavíu eða meginlandsins frá Akureyri með starfsmenn bankans, oftast nær til að sinna viðskiptaerindum. Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Nú síðustu ár hefur þeim fjölgað í viðskiptalífinu hér á landi sem nýta sér einkaþotur til að sinna viðskiptaerindum erlendis. Þær sjást nú daglega taka flugið frá Reykjavíkurflugvelli. Hitt er þó sjaldgæfara að forstjórar sjái sjálfir um að fljúga þeim. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, hefur lengi verið heillaður af fluginu. „Ég byrjaði að fljúga svifflugum þegar ég var þrettán ára, með undanþágu og foreldrasamþykki. Ég hef haft alveg ólæknandi flugdellu frá því að ég man eftir mér. Tók einkaflugmanninn í menntaskóla, en hef svo bætt við mig réttindum á stærri vélar, fjölhreyflaréttindum og síðan blindflugsréttindum,“ segir Þorvaldur. Hann hefur ekki tölu á þeim tegundum flugvéla sem hann hefur flogið en flýgur nú mest skrúfuþotu af gerðinni Beechcraft B200 King Air. „Síðan á ég rússneska jálkinn YAK-11, sem var upphaflega framleidd sem orrustuvél fyrir tékkneska flugherinn árið 1956 en var síðan seld til Egyptalands þar sem hún laskaðist og týndist í eyðimörkinni í tuttugu ár. Hún fannst síðan árið 1984 og var flutt til Evrópu, þar sem hún var gerð upp frá grunni og varð flughæf árið 1994.“ Að sögn Þorvaldar er mikil gróska í fluginu á Akureyri og segir hann að þar sé nú unnið að endursmíði nokkurra gersema íslenskrar flugsögu. „Til dæmis er Magnús Þorsteinsson athafnamaður mjög iðinn við smíðarnar og eins er Arngrímur Jóhannsson með flotann sinn á sama stað.“ Þorvaldur segist mikið nota Beechcraft-skrúfuþotuna því að slíkt borgi sig þegar margir samstarfsmenn séu með í för. Þá sé flogið beint til Bretlands, Skandinavíu eða meginlandsins frá Akureyri með starfsmenn bankans, oftast nær til að sinna viðskiptaerindum.
Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira