Fjölnir í bikarúrslitin

Karlalið Fjölnis vann í kvöld óvæntan sigur á Skallagrími í Borgarnesi í síðari undanúrslitaleiknum í Lýsingarbikarnum í körfubolta 85-83. Heimamenn voru yfir lengst af í leiknum, en Fjölnismenn, sem eru í botnbaráttu í deildinni, knúðu fram sigur í lokin.