Innlent

Enginn fundur með seðlabankastjóra í júní

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Davíðs Oddssonar.

„Vegna fréttaflutnings af fundi viðskiptanefndar Alþingis í dag þar sem vitnað er til ummæla Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að hann hafi upplýst leiðtoga stjórnarflokkanna á fundi i júní um stöðu íslensku viðskiptabankanna vil ég koma eftirfarandi á framfæri. 

Formenn stjórnarflokkanna áttu engan fund með Seðlabankastjóra í júnímánuði síðastliðnum. Slíkur fundur var hins vegar haldinn þann 8. júlí. Þar féllu ýmis orð af hálfu Seðlabankastjóra en hann sagði hins vegar ekki að 0% líkur væru á að bankarnir myndu lifa af erfiðleikana á fjármálamörkuðunum,“ segir í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×