Lífið

Páll Óskar áritaði Silfursafnið

Tónlistamaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson á dygga aðdáendur sem gerðu sér ferð í Smáralindina í dag til að fá eiginhandarráritun hjá goðinu sínu.

Það voru ánægðir aðdáendur á öllum aldri sem fjölmenntu í Smáralindina í dag til að fá eiginhandaárritun frá Páli Óskari.

Páll Óskar hefur lögum sungið sig inn í hjörtu landsmanna og gefið út fjöldann allan af plötum.

Í nóvember kom safnplata hans Silfursafnið út í tilefni þess að fimmtán ár voru frá því að fyrsta sólóplata hans Stuð kom út. Safnið hefur fengið góðar viðtökur og Páll Óskar er þéttbókaður í að árita plötuna fram að jólum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.