Lífið

Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd

Jón Þór Stefánsson skrifar
Björn Ingi tekur sig vel út sem rússneskur fangavörður í Kraven the Hunter.
Björn Ingi tekur sig vel út sem rússneskur fangavörður í Kraven the Hunter. Vísir/Vilhelm/Sony

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson fer með hlutverk rússnesks fangavarðar í bandarísku ofurhetjumyndinni Kraven the Hunter.

„Hollywood er magnað fyrirbæri. Fyrir tæpum þremur árum fékk ég óvænt tækifæri gegnum Eskimo og True North að skreppa norður í land í tvo daga og bregða mér í hlutverk rússnesks fangavarðar í væntanlegri stórmynd Marvel,” segir Björn Ingi á Facebook-síðu sinni.

Kvikmyndin er frá Sony sem fjallar um Marvel-ofurillmennið, Kraven the Hunter. Fyrstu átta mínútur myndarinnar hafa verið birtar á Youtube. Á lokamínútunni bregður Birni Inga stuttlega fyrir, en hann fær meira að segja eina línu.

Björn Ingi greinir frá því að um háleynilegt verkefni hafi verið að ræða, en að tökur hafi farið fram við Mývatn.

„Allt mjög mikið leyniverkefni og fjölmennt tökulið við Mývatn, en nú er búið að frumsýna Kraven the Hunter og mínar sekúndur ódauðlegar á hvíta tjaldinu auk þess sem ég fékk að segja eitt stykki: Nyet. Þessi ferill er klárlega bara rétt að byrja…“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.