Viðskipti innlent

FL Group borgaði Hannesi 94 milljónir fyrir flugvélaleigu

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, upplýsti það á aðalfundi félagsins í dag að Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri, stjórnarmaður og hluthafi í FL Group, hefði fengið 94 milljónir frá félaginu fyrir að leigja því afnot af einkaflugvél sinni af gerðinni Challenger.

Jafnframt greindi Jón Ásgeir frá því að skuld Þorsteins M. Jónssonar, stjórnarmanns í FL Group og félags hans Materia Invest um áramót, sem getið er um í ársskýrslu félagsins hafi verið 73 milljónir. Sú skuld, sem var vegna afnota af einkaflugvélum, var greidd upp í janúar á þessu ári. Ástæða þess að útistandi reikningur var ekki greiddur fyrr en í janúar er sú að reikningurinn var einfaldlega ekki klár um áramót.


Tengdar fréttir

Geðvonskuleg svör Jóns Ásgeirs

„Ég var nú ekki nógu ánægður með þau svör sem ég fékk og fannst þau geðvonskuleg og skapofsinn var mikill,“ segir Vilhjálmur Bjarnason hluthafi í FL Group sem lagði fram átta spurningar í nokkrum liðum fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann FL Group á aðalfundi félagsins í dag.

Lofa að lækka rekstrarkostnað um 50%

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group lofaði í ræðu sinni á aðalfundi félagsins í Salnum í Kópavogi fyrir stundu að lækka rekstrarkostnað félagsins um 50% á árinu 2008.

Pálmi varaformaður í nýrri stjórn FL Group

Pálmi Haraldsson einatt kenndur við eingarhaldsfélagið Fons sem fer með næst stærstan eignahlut í FL Group var kosinn varformaður nýrrar stjórnar félagsins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×