Íslenski boltinn

Bjarni: Eitthvað þurfti að gera

Bjarni Guðjónsson. Mynd/E.Stefán
Bjarni Guðjónsson. Mynd/E.Stefán

„Það er ekki mitt að taka ákvörðun um þetta en ljóst er að eitthvað þurfti að gera," sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA, um þjálfarabreytinguna hjá liðinu. Guðjón Þórðarson var látinn taka pokann sinn og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við liðinu.

„Þeir hafa gert þetta áður og geta það alveg aftur. Með komu þeirra er liðið líka að fá tvo virkilega öfluga leikmenn," sagði Bjarni sem vildi annars lítið tjá sig um málið enda sonur Guðjóns.

„Þetta hefur ekki verið bjart en mannskapurinn er alveg til staðar og vonandi mun liðið komast á beinu brautina," sagði Bjarni.

Sögusagnir hafa verið í gangi um að Bjarni sé á förum frá ÍA og hafa Valur, FH og KR verið nefnd. „Það er ofboðslega lítið sem ég get sagt, þú verður bara að tala við formanninn. Ég er samningsbundinn ÍA og það yrði mjög erfitt fyrir mig að yfirgefa liðið í þessari stöðu," sagði Bjarni.




Tengdar fréttir

Guðjón Þórðarson rekinn frá ÍA

ÍA hefur fengið leyfi frá FH til að ræða við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni um að taka við þjálfun liðsins. Guðjón Þórðarson hefur verið rekinn vegna dapurs árangurs á tímabilinu.

Bjarki: Þetta er mikil áskorun

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við þjálfun ÍA. Þeir funda með Skagamönnum í hádeginu og það er fátt sem getur komið í veg fyrir að þeir taki við liðinu að sögn Bjarka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×