Heil umferð var í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem tapaði 2-1 heima fyrir AC Milan.
Það var hinn efnilegi Pato sem skoraði sigurmark AC Milan á 73. mínútu.
Jose Mourinho og félagar í Inter unnu nauman 1-0 heimasigur á Lecce þar sem Julio Cruz skoraði sigurmarkið á 79. mínútu.
Juventus varð að gera sér að góðu 1-1 jafntefli heima gegn Catania, Lazio lagði Fiorentina 3-0 og Roma steinlá 3-1 úti gegn Genoa.
Inter er efst í deildinni með 10 stig eftir fjórar umferðir, Lazio og Atalanta hafa 9 stig og Napoli og Juventus 8 stig.