Innlent

Loðnan farin að ganga á grunnslóð

Loðna virðist nú vera að ganga upp á grunnslóð suðaustur af landinu og eru nokkur skip þegar búin að fá all góðann afla.

Þá er hafrannsóknaskip komið á svæðið og eru vonir bundnar við að fiskifræðingum takist að mæla stofninn á næstu dögum.

Nokkur skip eru nú að veiðum við Stokksnes, rétt austan við Höfn í Hornafirði, og er hrognafyllingin orðin svo góð, að loðnan hentar til frystingar á japansmarkað, sem gefur mun hærra útflutningsverð en til bræðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×