Rýrt framlag ríkisstjórnarinnar í kjaramálum 18. febrúar 2008 11:03 Steingrímur J. Sigfússon segir meiri vilja hjá aðilum vinnumarkaðarins en ríkisstjórninni til að jafna kjörin í landinu. MYND/GVA Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir framlag ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga rýrt og segir að þungi gagnrýninnar muni aukast þegar menn átti sig á því hvað framlag hennar er lítið. Aðilar vinnumarkaðarins skrifuðu í gærkvöld undir kjarasamninga eftir að framlag ríkisstjórnarinnar til samninganna varð ljóst. Það felur meðal annars í sér hækkun persónuafsláttar um sjö þúsund krónur á næstu þremur árum umfram almenna verðuppfærslu, hækkun á skerðingarmörkum barnabóta og lækkun á tekjuskatti fyrirtækja um þrjú prósent, í 15 prósent. Áfram greidd óforsvaranlega lág laun Steingrímur J. Sigfússon segir að Vinstri - græn telji að hugmyndafræðin í kjarasamningunum hafi verið rétt og góð svo langt sem hún nái, það er að hækka laun þeirra sem lægstar tekjur hafa. „Þessi aðgerðir breytir þó ekki hinu að áfram verða greidd óforsvaranlega lág laun sem taka engan veginn mið af framfærslu hér á landi," segir Steingrímur. Um sé að ræða skref í rétta átt. Steingrímur segir framlag ríkisstjórnarinnar til kjarasamninga rýrt og valda vonbrigðum. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi verið búnir að lofa miklu fyrir kosningar, sérstaklega Samfylkingin, um að bæta kjör hinna verst settu en þeir hafi nánast ekkert gert þegar fjárlög voru afgreidd fyrir þetta ár. Áherslur Sjálfstæðisflokksins hafi ráðið för „Það er athyglisvert að það virðist meiri vilji til kjarajöfnunar hjá aðilum vinnumarkaðarins heldur en hjá ríkisstjórninni og mér sýnist sem áherslur Sjálfstæðisflokksins hafi algjörlega ráðið för," segir Steingrímur. Þar vísar hann meðal annars til þess að skattar á fyrirtæki hafi verið lækkaðir og ráðist verði í flatar ráðstafanir í skattamálum en hugmyndir um hærri skattleysismörk fyrir þá sem lægst hafa launin slegin út af borðinu. „Ég spái því að þegar menn átta sig á því hversu rýr pakki ríkisstjórnarinnar er þá mun þungi gagnrýninnar aukast," segir Steingrímur. Þá gagnrýni Steingrímur enn fremur hversu seint aðgerðir ríkisstjórnarinnar komi fram og vísar meðal annars til þess að hækkun persónuafsláttar verði mest árið 2011. „Góðverk ríkisstjórnarinnar láta bíða eftir sér," segir Steingrímur. Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir framlag ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga rýrt og segir að þungi gagnrýninnar muni aukast þegar menn átti sig á því hvað framlag hennar er lítið. Aðilar vinnumarkaðarins skrifuðu í gærkvöld undir kjarasamninga eftir að framlag ríkisstjórnarinnar til samninganna varð ljóst. Það felur meðal annars í sér hækkun persónuafsláttar um sjö þúsund krónur á næstu þremur árum umfram almenna verðuppfærslu, hækkun á skerðingarmörkum barnabóta og lækkun á tekjuskatti fyrirtækja um þrjú prósent, í 15 prósent. Áfram greidd óforsvaranlega lág laun Steingrímur J. Sigfússon segir að Vinstri - græn telji að hugmyndafræðin í kjarasamningunum hafi verið rétt og góð svo langt sem hún nái, það er að hækka laun þeirra sem lægstar tekjur hafa. „Þessi aðgerðir breytir þó ekki hinu að áfram verða greidd óforsvaranlega lág laun sem taka engan veginn mið af framfærslu hér á landi," segir Steingrímur. Um sé að ræða skref í rétta átt. Steingrímur segir framlag ríkisstjórnarinnar til kjarasamninga rýrt og valda vonbrigðum. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi verið búnir að lofa miklu fyrir kosningar, sérstaklega Samfylkingin, um að bæta kjör hinna verst settu en þeir hafi nánast ekkert gert þegar fjárlög voru afgreidd fyrir þetta ár. Áherslur Sjálfstæðisflokksins hafi ráðið för „Það er athyglisvert að það virðist meiri vilji til kjarajöfnunar hjá aðilum vinnumarkaðarins heldur en hjá ríkisstjórninni og mér sýnist sem áherslur Sjálfstæðisflokksins hafi algjörlega ráðið för," segir Steingrímur. Þar vísar hann meðal annars til þess að skattar á fyrirtæki hafi verið lækkaðir og ráðist verði í flatar ráðstafanir í skattamálum en hugmyndir um hærri skattleysismörk fyrir þá sem lægst hafa launin slegin út af borðinu. „Ég spái því að þegar menn átta sig á því hversu rýr pakki ríkisstjórnarinnar er þá mun þungi gagnrýninnar aukast," segir Steingrímur. Þá gagnrýni Steingrímur enn fremur hversu seint aðgerðir ríkisstjórnarinnar komi fram og vísar meðal annars til þess að hækkun persónuafsláttar verði mest árið 2011. „Góðverk ríkisstjórnarinnar láta bíða eftir sér," segir Steingrímur.
Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira