Innlent

Tíu ára á fjórhjóli á götum Stokkseyrar

MYND/Róbert

Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af óvenju ungum ökumanni á Stokkseyri á föstudag en þar fór hann um göturnar á fjórhjóli.

Vegfarendur tilkynntu um að legið hefði við slysi af akstri hans. Við nánari athugun kom í ljós að þarna hafði verið á ferð 10 ára drengur. Foreldrum drengsins var gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda um réttindi og akstur fjórjóla.

Drengurinn er ósakhæfur og verður því ekki gerð refsing fyrir brotið en mál hans verður sent barnaverndaryfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×