Innlent

Sekt og svipting fyrir að aka undir áhrifum

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sviptur ökuréttindum í tvö ár og dæmdur til þess að greiða 180 þúsund krónur í sekt til Ríkissjóðs fyrir að hafa í september í fyrra ekið undir áhrifum tetrahýdrókannabínólsýru. Maðurinn neitaði sök og bar því við að tetrahýdrókannabínólsýra væri umbrotsefni kannabis og væri ekki á bannlista yfir fíkniefni. Í matsgerð sem lögð var fram fyrir dóminn kom hins vegar fram að tetrahýdrókannabínólsýra sé í flokki ávana- og fíkniefna, sem óheimil séu á íslensku forráðasvæði. Maðurinn hafi því talist hafa verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar blóð- og þvagsýnin voru tekin. Hann var því fundinn sekur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×