Innlent

Mjólkurvörur gætu hækkað um allt að 20 prósent

Verðhækkun á áburði og fóðri gæti orðið til þess að stærstu kúabú landsins fari á hausinn. Viðbúið er að mjólkurvörur til neytenda hækki um allt að 20% vegna ástandsins.

Eyjafjörður er eitt helsta landbúnaðarsvæði landsins og leggur meðalkúabúið þar fram 230.000 mjólkurlítra á ári. Áburðar- og fóðurhækkanir nú verða til þess að rekstrarkostnaður hækkar á tveimur árum um 40% sem þýðir að álögur bóndans aukast um tvær og hálfa milljón króna.

Túnáburður hækkar um 70% á milli ára og kjarnfóður hækkar um 45%. Formaður félags kúabænda í Eyjafirði segir því viðbúið að sumir muni heltast úr lestinni, ekki síst þeir sem eiga stærstu búin þar sem þau séu skuldsettust.

Hann telur eðlilegt að samninganefnd búvara komi nú að lausn vandans ásamt stjórnvöldum til að skaði bænda og neytenda verði lágmarkaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×