Innlent

Hringvegurinn ekki opnaður fyrr en á morgun

Hringvegurinn, sem lokaður er við Svignaskarð í Borgarfirði vegna vatnaskemmda verður ekki opnaður fyrr en um miðjan dag á morgun, þriðjudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

„Einnig eru vatnsskemmdir við Hvítárvelli. Vegfarendum er bent á að fara Borgarfjarðarbraut, veg nr. 50. Við biðjum vegfarendur um að sýna sérstaka varúð þar sem víða eru slitlagsskemmdir vegna þíðu og vatnsveðurs að undanförnu," segir einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×