Maðurinn á bakvið dómarann Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 14. janúar 2008 23:44 Þorstein Davíðsson kannast líklega flestir við eftir umræðu síðustu vikna um skipan hans í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands. Persónuna á bakvið umræðuna þekkja líklega mun færri, því Þorsteinn er ekki einn þeirra sem tranar sér fram eða hefur áhuga á að láta bera á sér. Hann er fluggáfaður og þykir með skemmtilegri mönnum, hefur dálæti á breskum húmor og elskar ermahnappa. Þorsteinn er 36 ára gamall, fæddur 12. nóvember 1971. Hann er sonur Davíðs Oddssonar fyrrverandi forsætisráðherra og Ástríðar Thorarensen hjúkrunarfræðings. Hann gekk í Hagaskóla og síðar Menntaskólann í Reykjavík. Þorsteinn var liðtækur ræðumaður og var í sigurliði MR í spurningakeppni menntaskólanna Gettu betur árið 1988. Eftir útskrift úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 hóf hann störf sem aðstoðarmaður héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Sumarið 2003 tók hann síðan við starfi aðstoðarmanns Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og gengdi því til síðasta hausts. Þá tók hann við stöðu aðstoðarsaksóknara og deildarstjóra lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu áramót var Þorsteinn svo skipaður í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands eins og frægt er orðið. Það var Árni Mathiesen settur dómsmmálaráðherra sem skipaði Þorstein í stöðuna, en ákvörðun hans gekk þvert á niðurstöðu matsnefndar og hefur verið afar umdeild. Mörgum finnst hins vegar ómaklega vegið að Þorsteini og hann líði fyrir að vera sonur föður síns. Fluggreindur vinur og sveitarómantíkusVinir Þorsteins eru sammála um að hann sé bæði sérlega greindur og afar traustur vinur. Þeir lýsa honum sem ljúfum, kátum og líttillátum húmorista sem sé mikill grúskari og stemningsmaður auk þess að vera sveitarómantíkus inn við beinið.Haraldur Johannessen ritstjóri og vinur Þorsteins til tuttugu ára segir að hann sé afar fljótur að hugsa og vel treystandi til að leysa úr flóknum lögfræðilegum álitsefnum. „Ég þekki engan sem á betra með að greina aðalatriði frá aukaatriðum, þannig hefur Þorsteinn yfirburði yfir aðra,“ segir Haraldur. Hann telur jafnframt að ekki gæti valist betri aðili í embætti dómara en Þorsteinn, en auk þess sé hann nánast eins og alfræðiorðabók, svo vel sé hann að sér um marga hluti. Áhugamál Þorsteins eru flest tengd bókmenntum og íslenskum ljóðum. Eftirlætisskáld hans eru sem dæmi Hallgrímur Pétursson, Tómas Guðmundsson og Davíð Stefánsson. Hann hefur einnig mjög gaman af skák, var virkur í taflfélagi um árabil og teflir enn reglulega. Það sem kom Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra mest á óvart þegar Þorsteinn kom til starfa fyrir hann var þekking hans á lögfræði. Þannig gat hann bent á ýmis ígrunduð lagaákvæði eða fordæmi við úrlausn einstakra mála. „Þorsteinn er þar fyrir utan margfróður um menn og málefni,“ segir Björn og bætir við að honum sé einkar lagið að setja skoðanir fram í rituðu máli; „enda hefur hann gott vald á íslenskri tungu og kann þar að auki orðrétta kafla úr bókmenntum, svo ekki sé minnst á kveðskapinn og vísurnar.“Dýravinur sem keyrir of hægtFyrir nokkrum árum komst vinasamband Þorsteins og Ragnheiðar Clausen fyrrverandi þulu á Ríkisútvarpinu í hámæli. Hún segir hann þann mesta öðling sem hún hafi kynnst og einstaklega traustan vin. „Hann er líka skemmtilegasti maður sem ég þekki, þótt hann flíki því ekki við hvern sem er,“ segir hún. Hann halllmæli ekki fólki þótt hann hafi vissulega skoðanir á mönnum og málefnum. Ef honum mislíki svari hann með vel ígrunduðum útúrsnúningi, en æsi sig ekki. Þá kemur það henni stundum á óvart hversu vel hann sé að sér um léttari málefni, hann viti sem dæmi ýmislegt um fólk í afþreyingarbransanum sem hún hafi lesið um í tímaritum á borð við Hello. „Hann veit allt og fylgist með öllu.“ Þorsteinn er mikill dýravinur og ólst upp á heimili þar sem bæði var hundur og köttur. Haraldur segir sem dæmi að hann sé sífellt að fóðra fugla, stundum þegar hann kaupi sér mat, kaupi hann aukaskammt fyrir fuglana, sérstaklega þegar tíðin er eins og hún er núna. Ragnheiður tekur undir það og segir dýr almennt laðast að Þorsteini. „Hans helsti galli er að hann keyrir aðeins of hægt, fyrir minn smekk að minnsta kosti,“ segir hún aðspurð um ókosti Þorsteins. Hún hafi gefist upp á að sitja í bíl með honum á 35 km hraða þar sem 50 km hámarkshraði sé í gildi, nú keyri hún sjálf þegar þau fari í bíó eða út að borða. Þorsteinn er mikill sælkeri og finnst bæði gott og gaman að borða góðan mat og fara út að borða, og það gera þau Ragnheiður gjarnan. Hún segir að ekki hafi þó mikið farið fyrir eldamennsku þegar hann bjó í foreldrahúsum, en þegar hann flutti í eigið húsnæði fyrir rúmu ári hafi komið henni á óvart hvað hann hafi staðið sig vel í eldhúsinu. Hins vegar njóti hann þess að fara út að borða og hafa gaman með vinum sínum; „Og á meðan hann er einhleypur, af hverju ætti hann ekki að gera það?“ spyr hún. Breskur húmor er í uppáhaldi hjá hinum nýskipaða dómara. Ragnheiður segir hann í raun hafa alla kosti bresks séntilmanns; „Hann elskar alla vega ermahnappa og er alltaf með slaufur.“ Vinir Þorsteins voru í fyrstu varkárir í að tala um hann og augljóst að þeim finnst umræðan síðustu daga og vikur halla töluvert á hann. Ragnheiður telur hana komna út fyrir öll velsæmismörk og verið sé að láta pólitískan feril Davíðs bitna á syni hans. Hún segir vini Þorsteins líklega taka umræðuna nær sér en hann geri sjálfur; „Hann er bara það skynsamur að hann hefur sig yfir þetta.“ Tengdar fréttir Fagnar því að mál Þorsteins sé á leið til umboðsmanns Þingflokksformaður Samfylkingarinnar fagnar því að ráðning Þorsteins Davíðssonar skuli vera á leið til umboðsmanns Alþingis. Hann segir ekki gott þegar ráðherra og fagnefnd séu ósammála í svo veigamiklu máli. 8. janúar 2008 22:26 Víkur sér enn undan því að svara Formaður Samfylkingarinnar víkur sér enn undan því að segja álit sitt á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hins vegar óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru. 11. janúar 2008 19:02 Gefur lítið fyrir rökstuðning ráðherra Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlögmaður hyggst kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar Árna Mathiesen, setts dómsmálaráðherra, að skipa Þorstein Davíðsson í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóms Austurlands. 8. janúar 2008 14:18 Fyrrverandi dómstjóri: Ákvörðun Árna sorgleg Freyr Ófeigsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að ákvörðun Árna Mathiesen um að skipa Þorstein Davíðsson dómara væri sorgleg og til þess fallin að rýra álit almennings á dómstólum. 15. janúar 2008 19:48 Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari Þorsteinn Davíðsson, aðstoðarsaksóknari og deildastjóri við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, var í dag skipaður héraðsdómari frá og með 1. janúar 2008. 20. desember 2007 16:25 Þorsteinn vann fyrir formann matsnefndarinnar Þorsteinn Davíðsson, sem í gær var skipaður dómari við Héraðsdóma Austurlands og Norðurlands eystri, var eitt sinn launaður starfsmaður formanns nefndarinnar sem falið var að meta hæfi hans sem umsækjanda. 21. desember 2007 09:49 Slíkar rangfærslur í yfirlýsingu að nefndin vill ekki elta ólar við þær Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar sem metur hæfni dómara, segir slíkar rangfærslur yfirlýsingu Árna M. Mathiesen, setts dómsmálaráðherra, í dómaramálinu að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. 10. janúar 2008 13:29 Ræða um rökstuðning Árna á næstunni Nefndin sem fjallaði um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands fyrir jól kemur saman á næstu dögum til þess að ræða rökstuðning Árna Mathiesen, fjármálaráðherra og setts dómsmálaráðherra, fyrir því að skipa Þorstein Davíðsson í embættið. 8. janúar 2008 16:58 Styttist í fyrsta dómsmál Þorsteins Fyrsta dómsmál hins umdeilda héraðsdómara, Þorsteins Davíðssonar, verður tekið fyrir þann 17. janúar næstkomandi. Þá mun Þorsteinn hlusta á rökstuðning og skoða máls og sönnunargöng í máli Harðar Snorrasonar gegn Eyjafjarðarsveit í Héraðsdómi Norðurlands eystri. 3. janúar 2008 14:29 Segir málflutning Sigurðar Líndal honum til minnkunar Gagnrýni Sigurðar Líndals, lagaprófessors, á ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara, er honum til minnkunar, segir forsætisráðherra. Hann segir flokkskírteini ekki hafa ráðið neinu varðandi ráðningu Þorsteins. 15. janúar 2008 18:48 Það ljótasta sem ég hef orðið vitni að á ferlinum segir Davíð Davíð Oddsson seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra fagnar nú sextugsafmæli sínu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Davíð segir umræðuna um embættisveitingu sonar síns það ljótasta sem hann hafi orðið vitni að á sínum ferli. 17. janúar 2008 18:40 Þorgerður: Óþolandi að menn gjaldi þess hverra manna þeir eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, styður þá ákvörðun flokksbróður síns, Árna M. Mathiesen, að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara og segir óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru. 11. janúar 2008 12:14 Umdeildur dómari veikur fyrsta daginn Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Norðurlands Eystri tilkynnti Þorsteinn Davíðsson sig veikan í morgun, í þann mund sem fyrsti formlegi vinnudagur hans eftir umdeilda stöðuveitingu var að hefjast. 2. janúar 2008 12:09 Þorsteinn lætur gagnrýni ekki hafa áhrif Þorsteinn Davíðsson segist ekki ætla að hætta störfum sem dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir gagnrýni á ráðninguna. Árni M. Mathiesen segir dómnefnd um hæfi umsækjenda fara með rangt mál, en formaður nefndarinnar segir Árna fara með rangfærslur. 10. janúar 2008 18:40 Lúðvík ósammála ráðherra um dómaraskipan Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ósamála Árna Mathiesen, settum dómsmálaráðherra, í dómaramálinu og hefur átt hreinskiptar umræður við hann um það. Þetta kom fram í máli þingmannsins við upphaf þingfundar í dag. 16. janúar 2008 13:59 Árni: Umsögn dómnefndar gölluð og ógagnsæ Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands gallaða og að hún hafi verið ógagnsæ, lítt rökstudd og innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. 10. janúar 2008 11:26 Þrír voru hæfari en Þorsteinn Þrír umsækendur voru hæfari en Þorsteinn Davíðsson sem Árni Matthiesen, settur dómsmálaráðherra, skipaði í dag dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. 20. desember 2007 18:06 Seta í bókmenntadómnefnd talin Þorsteini til tekna Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra tínir til setu Þorsteins Davíðssonar í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar á vegum Reykjavíkurborgar sem eina af röksemdum sínum fyrir skipun hans í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands. 8. janúar 2008 12:44 Segir dómaraskipan ólöglega Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður segir skipan Þorsteins Davíðssonar í stöðu héraðsdómara hafa verið ranga, ómálefnalega og ólögmæta. Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra í málinu, hafi ekki haft vald til að taka stjórnvaldsákvörðun sem byggð sé á ómálefnalegum sjónarmiðum. Verulegar líkur séu á því að dómstólar ógildi ráðninguna ef málið verði borið undir þá. 16. janúar 2008 00:01 Telur ráðherra hafa verið innan valdaheimilda sinna Geir H. Haarde telur að bæði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, hafi verið vel innan sinna valdheimilda þegar þeir hafi veitt þremur einstaklingum embætti nýlega. Hann átelur orð Sigurðar Líndal lagaprófessors í Fréttablaðinu í dag um dómaraskipan Árna. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á alþingi í dag. 15. janúar 2008 14:20 Segir rökstuðning ráðherra vera ósannfærandi Rökstuðningur ráðherra vegna skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara er ósannfærandi að mati Sigurðar Línda, lagaprófessors. Hann segir nauðsynlegt að taka reglur um skipan dómara til endurskoðunar. 9. janúar 2008 18:45 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Þorstein Davíðsson kannast líklega flestir við eftir umræðu síðustu vikna um skipan hans í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands. Persónuna á bakvið umræðuna þekkja líklega mun færri, því Þorsteinn er ekki einn þeirra sem tranar sér fram eða hefur áhuga á að láta bera á sér. Hann er fluggáfaður og þykir með skemmtilegri mönnum, hefur dálæti á breskum húmor og elskar ermahnappa. Þorsteinn er 36 ára gamall, fæddur 12. nóvember 1971. Hann er sonur Davíðs Oddssonar fyrrverandi forsætisráðherra og Ástríðar Thorarensen hjúkrunarfræðings. Hann gekk í Hagaskóla og síðar Menntaskólann í Reykjavík. Þorsteinn var liðtækur ræðumaður og var í sigurliði MR í spurningakeppni menntaskólanna Gettu betur árið 1988. Eftir útskrift úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 hóf hann störf sem aðstoðarmaður héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Sumarið 2003 tók hann síðan við starfi aðstoðarmanns Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og gengdi því til síðasta hausts. Þá tók hann við stöðu aðstoðarsaksóknara og deildarstjóra lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu áramót var Þorsteinn svo skipaður í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands eins og frægt er orðið. Það var Árni Mathiesen settur dómsmmálaráðherra sem skipaði Þorstein í stöðuna, en ákvörðun hans gekk þvert á niðurstöðu matsnefndar og hefur verið afar umdeild. Mörgum finnst hins vegar ómaklega vegið að Þorsteini og hann líði fyrir að vera sonur föður síns. Fluggreindur vinur og sveitarómantíkusVinir Þorsteins eru sammála um að hann sé bæði sérlega greindur og afar traustur vinur. Þeir lýsa honum sem ljúfum, kátum og líttillátum húmorista sem sé mikill grúskari og stemningsmaður auk þess að vera sveitarómantíkus inn við beinið.Haraldur Johannessen ritstjóri og vinur Þorsteins til tuttugu ára segir að hann sé afar fljótur að hugsa og vel treystandi til að leysa úr flóknum lögfræðilegum álitsefnum. „Ég þekki engan sem á betra með að greina aðalatriði frá aukaatriðum, þannig hefur Þorsteinn yfirburði yfir aðra,“ segir Haraldur. Hann telur jafnframt að ekki gæti valist betri aðili í embætti dómara en Þorsteinn, en auk þess sé hann nánast eins og alfræðiorðabók, svo vel sé hann að sér um marga hluti. Áhugamál Þorsteins eru flest tengd bókmenntum og íslenskum ljóðum. Eftirlætisskáld hans eru sem dæmi Hallgrímur Pétursson, Tómas Guðmundsson og Davíð Stefánsson. Hann hefur einnig mjög gaman af skák, var virkur í taflfélagi um árabil og teflir enn reglulega. Það sem kom Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra mest á óvart þegar Þorsteinn kom til starfa fyrir hann var þekking hans á lögfræði. Þannig gat hann bent á ýmis ígrunduð lagaákvæði eða fordæmi við úrlausn einstakra mála. „Þorsteinn er þar fyrir utan margfróður um menn og málefni,“ segir Björn og bætir við að honum sé einkar lagið að setja skoðanir fram í rituðu máli; „enda hefur hann gott vald á íslenskri tungu og kann þar að auki orðrétta kafla úr bókmenntum, svo ekki sé minnst á kveðskapinn og vísurnar.“Dýravinur sem keyrir of hægtFyrir nokkrum árum komst vinasamband Þorsteins og Ragnheiðar Clausen fyrrverandi þulu á Ríkisútvarpinu í hámæli. Hún segir hann þann mesta öðling sem hún hafi kynnst og einstaklega traustan vin. „Hann er líka skemmtilegasti maður sem ég þekki, þótt hann flíki því ekki við hvern sem er,“ segir hún. Hann halllmæli ekki fólki þótt hann hafi vissulega skoðanir á mönnum og málefnum. Ef honum mislíki svari hann með vel ígrunduðum útúrsnúningi, en æsi sig ekki. Þá kemur það henni stundum á óvart hversu vel hann sé að sér um léttari málefni, hann viti sem dæmi ýmislegt um fólk í afþreyingarbransanum sem hún hafi lesið um í tímaritum á borð við Hello. „Hann veit allt og fylgist með öllu.“ Þorsteinn er mikill dýravinur og ólst upp á heimili þar sem bæði var hundur og köttur. Haraldur segir sem dæmi að hann sé sífellt að fóðra fugla, stundum þegar hann kaupi sér mat, kaupi hann aukaskammt fyrir fuglana, sérstaklega þegar tíðin er eins og hún er núna. Ragnheiður tekur undir það og segir dýr almennt laðast að Þorsteini. „Hans helsti galli er að hann keyrir aðeins of hægt, fyrir minn smekk að minnsta kosti,“ segir hún aðspurð um ókosti Þorsteins. Hún hafi gefist upp á að sitja í bíl með honum á 35 km hraða þar sem 50 km hámarkshraði sé í gildi, nú keyri hún sjálf þegar þau fari í bíó eða út að borða. Þorsteinn er mikill sælkeri og finnst bæði gott og gaman að borða góðan mat og fara út að borða, og það gera þau Ragnheiður gjarnan. Hún segir að ekki hafi þó mikið farið fyrir eldamennsku þegar hann bjó í foreldrahúsum, en þegar hann flutti í eigið húsnæði fyrir rúmu ári hafi komið henni á óvart hvað hann hafi staðið sig vel í eldhúsinu. Hins vegar njóti hann þess að fara út að borða og hafa gaman með vinum sínum; „Og á meðan hann er einhleypur, af hverju ætti hann ekki að gera það?“ spyr hún. Breskur húmor er í uppáhaldi hjá hinum nýskipaða dómara. Ragnheiður segir hann í raun hafa alla kosti bresks séntilmanns; „Hann elskar alla vega ermahnappa og er alltaf með slaufur.“ Vinir Þorsteins voru í fyrstu varkárir í að tala um hann og augljóst að þeim finnst umræðan síðustu daga og vikur halla töluvert á hann. Ragnheiður telur hana komna út fyrir öll velsæmismörk og verið sé að láta pólitískan feril Davíðs bitna á syni hans. Hún segir vini Þorsteins líklega taka umræðuna nær sér en hann geri sjálfur; „Hann er bara það skynsamur að hann hefur sig yfir þetta.“
Tengdar fréttir Fagnar því að mál Þorsteins sé á leið til umboðsmanns Þingflokksformaður Samfylkingarinnar fagnar því að ráðning Þorsteins Davíðssonar skuli vera á leið til umboðsmanns Alþingis. Hann segir ekki gott þegar ráðherra og fagnefnd séu ósammála í svo veigamiklu máli. 8. janúar 2008 22:26 Víkur sér enn undan því að svara Formaður Samfylkingarinnar víkur sér enn undan því að segja álit sitt á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hins vegar óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru. 11. janúar 2008 19:02 Gefur lítið fyrir rökstuðning ráðherra Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlögmaður hyggst kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar Árna Mathiesen, setts dómsmálaráðherra, að skipa Þorstein Davíðsson í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóms Austurlands. 8. janúar 2008 14:18 Fyrrverandi dómstjóri: Ákvörðun Árna sorgleg Freyr Ófeigsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að ákvörðun Árna Mathiesen um að skipa Þorstein Davíðsson dómara væri sorgleg og til þess fallin að rýra álit almennings á dómstólum. 15. janúar 2008 19:48 Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari Þorsteinn Davíðsson, aðstoðarsaksóknari og deildastjóri við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, var í dag skipaður héraðsdómari frá og með 1. janúar 2008. 20. desember 2007 16:25 Þorsteinn vann fyrir formann matsnefndarinnar Þorsteinn Davíðsson, sem í gær var skipaður dómari við Héraðsdóma Austurlands og Norðurlands eystri, var eitt sinn launaður starfsmaður formanns nefndarinnar sem falið var að meta hæfi hans sem umsækjanda. 21. desember 2007 09:49 Slíkar rangfærslur í yfirlýsingu að nefndin vill ekki elta ólar við þær Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar sem metur hæfni dómara, segir slíkar rangfærslur yfirlýsingu Árna M. Mathiesen, setts dómsmálaráðherra, í dómaramálinu að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. 10. janúar 2008 13:29 Ræða um rökstuðning Árna á næstunni Nefndin sem fjallaði um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands fyrir jól kemur saman á næstu dögum til þess að ræða rökstuðning Árna Mathiesen, fjármálaráðherra og setts dómsmálaráðherra, fyrir því að skipa Þorstein Davíðsson í embættið. 8. janúar 2008 16:58 Styttist í fyrsta dómsmál Þorsteins Fyrsta dómsmál hins umdeilda héraðsdómara, Þorsteins Davíðssonar, verður tekið fyrir þann 17. janúar næstkomandi. Þá mun Þorsteinn hlusta á rökstuðning og skoða máls og sönnunargöng í máli Harðar Snorrasonar gegn Eyjafjarðarsveit í Héraðsdómi Norðurlands eystri. 3. janúar 2008 14:29 Segir málflutning Sigurðar Líndal honum til minnkunar Gagnrýni Sigurðar Líndals, lagaprófessors, á ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara, er honum til minnkunar, segir forsætisráðherra. Hann segir flokkskírteini ekki hafa ráðið neinu varðandi ráðningu Þorsteins. 15. janúar 2008 18:48 Það ljótasta sem ég hef orðið vitni að á ferlinum segir Davíð Davíð Oddsson seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra fagnar nú sextugsafmæli sínu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Davíð segir umræðuna um embættisveitingu sonar síns það ljótasta sem hann hafi orðið vitni að á sínum ferli. 17. janúar 2008 18:40 Þorgerður: Óþolandi að menn gjaldi þess hverra manna þeir eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, styður þá ákvörðun flokksbróður síns, Árna M. Mathiesen, að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara og segir óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru. 11. janúar 2008 12:14 Umdeildur dómari veikur fyrsta daginn Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Norðurlands Eystri tilkynnti Þorsteinn Davíðsson sig veikan í morgun, í þann mund sem fyrsti formlegi vinnudagur hans eftir umdeilda stöðuveitingu var að hefjast. 2. janúar 2008 12:09 Þorsteinn lætur gagnrýni ekki hafa áhrif Þorsteinn Davíðsson segist ekki ætla að hætta störfum sem dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir gagnrýni á ráðninguna. Árni M. Mathiesen segir dómnefnd um hæfi umsækjenda fara með rangt mál, en formaður nefndarinnar segir Árna fara með rangfærslur. 10. janúar 2008 18:40 Lúðvík ósammála ráðherra um dómaraskipan Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ósamála Árna Mathiesen, settum dómsmálaráðherra, í dómaramálinu og hefur átt hreinskiptar umræður við hann um það. Þetta kom fram í máli þingmannsins við upphaf þingfundar í dag. 16. janúar 2008 13:59 Árni: Umsögn dómnefndar gölluð og ógagnsæ Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands gallaða og að hún hafi verið ógagnsæ, lítt rökstudd og innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. 10. janúar 2008 11:26 Þrír voru hæfari en Þorsteinn Þrír umsækendur voru hæfari en Þorsteinn Davíðsson sem Árni Matthiesen, settur dómsmálaráðherra, skipaði í dag dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. 20. desember 2007 18:06 Seta í bókmenntadómnefnd talin Þorsteini til tekna Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra tínir til setu Þorsteins Davíðssonar í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar á vegum Reykjavíkurborgar sem eina af röksemdum sínum fyrir skipun hans í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands. 8. janúar 2008 12:44 Segir dómaraskipan ólöglega Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður segir skipan Þorsteins Davíðssonar í stöðu héraðsdómara hafa verið ranga, ómálefnalega og ólögmæta. Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra í málinu, hafi ekki haft vald til að taka stjórnvaldsákvörðun sem byggð sé á ómálefnalegum sjónarmiðum. Verulegar líkur séu á því að dómstólar ógildi ráðninguna ef málið verði borið undir þá. 16. janúar 2008 00:01 Telur ráðherra hafa verið innan valdaheimilda sinna Geir H. Haarde telur að bæði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, hafi verið vel innan sinna valdheimilda þegar þeir hafi veitt þremur einstaklingum embætti nýlega. Hann átelur orð Sigurðar Líndal lagaprófessors í Fréttablaðinu í dag um dómaraskipan Árna. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á alþingi í dag. 15. janúar 2008 14:20 Segir rökstuðning ráðherra vera ósannfærandi Rökstuðningur ráðherra vegna skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara er ósannfærandi að mati Sigurðar Línda, lagaprófessors. Hann segir nauðsynlegt að taka reglur um skipan dómara til endurskoðunar. 9. janúar 2008 18:45 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Fagnar því að mál Þorsteins sé á leið til umboðsmanns Þingflokksformaður Samfylkingarinnar fagnar því að ráðning Þorsteins Davíðssonar skuli vera á leið til umboðsmanns Alþingis. Hann segir ekki gott þegar ráðherra og fagnefnd séu ósammála í svo veigamiklu máli. 8. janúar 2008 22:26
Víkur sér enn undan því að svara Formaður Samfylkingarinnar víkur sér enn undan því að segja álit sitt á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hins vegar óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru. 11. janúar 2008 19:02
Gefur lítið fyrir rökstuðning ráðherra Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlögmaður hyggst kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar Árna Mathiesen, setts dómsmálaráðherra, að skipa Þorstein Davíðsson í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóms Austurlands. 8. janúar 2008 14:18
Fyrrverandi dómstjóri: Ákvörðun Árna sorgleg Freyr Ófeigsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að ákvörðun Árna Mathiesen um að skipa Þorstein Davíðsson dómara væri sorgleg og til þess fallin að rýra álit almennings á dómstólum. 15. janúar 2008 19:48
Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari Þorsteinn Davíðsson, aðstoðarsaksóknari og deildastjóri við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, var í dag skipaður héraðsdómari frá og með 1. janúar 2008. 20. desember 2007 16:25
Þorsteinn vann fyrir formann matsnefndarinnar Þorsteinn Davíðsson, sem í gær var skipaður dómari við Héraðsdóma Austurlands og Norðurlands eystri, var eitt sinn launaður starfsmaður formanns nefndarinnar sem falið var að meta hæfi hans sem umsækjanda. 21. desember 2007 09:49
Slíkar rangfærslur í yfirlýsingu að nefndin vill ekki elta ólar við þær Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar sem metur hæfni dómara, segir slíkar rangfærslur yfirlýsingu Árna M. Mathiesen, setts dómsmálaráðherra, í dómaramálinu að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. 10. janúar 2008 13:29
Ræða um rökstuðning Árna á næstunni Nefndin sem fjallaði um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands fyrir jól kemur saman á næstu dögum til þess að ræða rökstuðning Árna Mathiesen, fjármálaráðherra og setts dómsmálaráðherra, fyrir því að skipa Þorstein Davíðsson í embættið. 8. janúar 2008 16:58
Styttist í fyrsta dómsmál Þorsteins Fyrsta dómsmál hins umdeilda héraðsdómara, Þorsteins Davíðssonar, verður tekið fyrir þann 17. janúar næstkomandi. Þá mun Þorsteinn hlusta á rökstuðning og skoða máls og sönnunargöng í máli Harðar Snorrasonar gegn Eyjafjarðarsveit í Héraðsdómi Norðurlands eystri. 3. janúar 2008 14:29
Segir málflutning Sigurðar Líndal honum til minnkunar Gagnrýni Sigurðar Líndals, lagaprófessors, á ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara, er honum til minnkunar, segir forsætisráðherra. Hann segir flokkskírteini ekki hafa ráðið neinu varðandi ráðningu Þorsteins. 15. janúar 2008 18:48
Það ljótasta sem ég hef orðið vitni að á ferlinum segir Davíð Davíð Oddsson seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra fagnar nú sextugsafmæli sínu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Davíð segir umræðuna um embættisveitingu sonar síns það ljótasta sem hann hafi orðið vitni að á sínum ferli. 17. janúar 2008 18:40
Þorgerður: Óþolandi að menn gjaldi þess hverra manna þeir eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, styður þá ákvörðun flokksbróður síns, Árna M. Mathiesen, að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara og segir óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru. 11. janúar 2008 12:14
Umdeildur dómari veikur fyrsta daginn Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Norðurlands Eystri tilkynnti Þorsteinn Davíðsson sig veikan í morgun, í þann mund sem fyrsti formlegi vinnudagur hans eftir umdeilda stöðuveitingu var að hefjast. 2. janúar 2008 12:09
Þorsteinn lætur gagnrýni ekki hafa áhrif Þorsteinn Davíðsson segist ekki ætla að hætta störfum sem dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir gagnrýni á ráðninguna. Árni M. Mathiesen segir dómnefnd um hæfi umsækjenda fara með rangt mál, en formaður nefndarinnar segir Árna fara með rangfærslur. 10. janúar 2008 18:40
Lúðvík ósammála ráðherra um dómaraskipan Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ósamála Árna Mathiesen, settum dómsmálaráðherra, í dómaramálinu og hefur átt hreinskiptar umræður við hann um það. Þetta kom fram í máli þingmannsins við upphaf þingfundar í dag. 16. janúar 2008 13:59
Árni: Umsögn dómnefndar gölluð og ógagnsæ Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands gallaða og að hún hafi verið ógagnsæ, lítt rökstudd og innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. 10. janúar 2008 11:26
Þrír voru hæfari en Þorsteinn Þrír umsækendur voru hæfari en Þorsteinn Davíðsson sem Árni Matthiesen, settur dómsmálaráðherra, skipaði í dag dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. 20. desember 2007 18:06
Seta í bókmenntadómnefnd talin Þorsteini til tekna Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra tínir til setu Þorsteins Davíðssonar í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar á vegum Reykjavíkurborgar sem eina af röksemdum sínum fyrir skipun hans í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands. 8. janúar 2008 12:44
Segir dómaraskipan ólöglega Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður segir skipan Þorsteins Davíðssonar í stöðu héraðsdómara hafa verið ranga, ómálefnalega og ólögmæta. Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra í málinu, hafi ekki haft vald til að taka stjórnvaldsákvörðun sem byggð sé á ómálefnalegum sjónarmiðum. Verulegar líkur séu á því að dómstólar ógildi ráðninguna ef málið verði borið undir þá. 16. janúar 2008 00:01
Telur ráðherra hafa verið innan valdaheimilda sinna Geir H. Haarde telur að bæði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, hafi verið vel innan sinna valdheimilda þegar þeir hafi veitt þremur einstaklingum embætti nýlega. Hann átelur orð Sigurðar Líndal lagaprófessors í Fréttablaðinu í dag um dómaraskipan Árna. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á alþingi í dag. 15. janúar 2008 14:20
Segir rökstuðning ráðherra vera ósannfærandi Rökstuðningur ráðherra vegna skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara er ósannfærandi að mati Sigurðar Línda, lagaprófessors. Hann segir nauðsynlegt að taka reglur um skipan dómara til endurskoðunar. 9. janúar 2008 18:45