Verkfall ljósmæðra að veruleika á miðvikudag 1. september 2008 16:21 Verkfall ljósmæðra verður að veruleika eftir að fundur þeirra með samninganefnd ríkisins í dag reyndist árangurslaus. Fundurinn hófst klukkan tvö og lauk um klukkustund síðar og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtudag. „Við erum því miður í þeim aðstæðum að skipuleggja verkfallsaðgerðir," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður samþykktu í ágúst með yfirgnæfandi stuðningi að boða til verkfallsaðgerða nú í september til að knýja á um betri kjör. Fyrsta verkfallið skellur á á miðnætti á miðvikudag og stendur í tvo sólarhringa. Í kjölfarið taka við stigmagnandi verkföll sem enda í allsherjarverkfalli 29. september ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að skerða töluvert þjónustu á fæðingardeildum en Guðlaug segist ekki vita hversu margar ljósmæður leggi niður störf á miðnætti á miðvikudag. Krafa ljósmæðra er sem fyrr að fá menntun sína metna til launa í samræmi við sambærilegar stéttir sem starfa hjá ríkinu. Deilt er um svokallaða undanþágulista vegna neyðarþjónustu sem eru listar yfir þær ljósmæður sem eru undanþegnar verkföllum. Guðlaug bendir á að listarnir séu 13 ára gamlir en ríkinu beri að uppfæra þá árlega til þess að standa vörð um neyðarþjónustu í landinu þegar stéttarfélög nota sín verkfallsrétt. „Ríkið hefur ekki hirt um að uppfæra lista í 13 ár og þar af leiðandi virt að vettugi þennan rétt stéttarfélaga til að fara í verkfall, störf ljósmæðra og öryggi skjólstæðinga þeirra," segir Guðlaug. Undanþága nær ekki til meðgöngudeildar og sónardeildar Samkvæmt túlkun Ljósmæðrafélagsins á undanþágulistunum er engin undanþága í gildi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar nái undanþága til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og tveggja sængurkvennadeilda og bráðadeilda á Landspítalanum en ekki til Hreiðursins, meðgöngudeildar og sónardeildar á sama spítala. Þá óskar félagið eftir upplýsingum um hvernig sjúkrahúsin á Akureyri, Ísafirði, Vestmannaeyjum og Akranesi, hyggist nýta undanþágu sína. Ljósmæðrafélagið leitaði álits Landlæknisembættisins vegna undanþágulistanna og túlkun félagsins á listunum. Var það mat Landlæknisembættisins að mjög brýnt væri að undanþágulistar heilbrigðisstétta endurspegluðu á hverjum tíma þá þörf sem nauðsynlegt væri að uppfylla til að tryggja öryggi sjúklinga. Bendir Landlæknisembættið á að við gerð undanþágulista þurfi ætíð að líta til þróunar í heilbrigðisþjónustunnar sem geti verið afar hröð og því ættu þeir að liggja fyrir á hverju ári. Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Verkfall ljósmæðra verður að veruleika eftir að fundur þeirra með samninganefnd ríkisins í dag reyndist árangurslaus. Fundurinn hófst klukkan tvö og lauk um klukkustund síðar og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtudag. „Við erum því miður í þeim aðstæðum að skipuleggja verkfallsaðgerðir," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður samþykktu í ágúst með yfirgnæfandi stuðningi að boða til verkfallsaðgerða nú í september til að knýja á um betri kjör. Fyrsta verkfallið skellur á á miðnætti á miðvikudag og stendur í tvo sólarhringa. Í kjölfarið taka við stigmagnandi verkföll sem enda í allsherjarverkfalli 29. september ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að skerða töluvert þjónustu á fæðingardeildum en Guðlaug segist ekki vita hversu margar ljósmæður leggi niður störf á miðnætti á miðvikudag. Krafa ljósmæðra er sem fyrr að fá menntun sína metna til launa í samræmi við sambærilegar stéttir sem starfa hjá ríkinu. Deilt er um svokallaða undanþágulista vegna neyðarþjónustu sem eru listar yfir þær ljósmæður sem eru undanþegnar verkföllum. Guðlaug bendir á að listarnir séu 13 ára gamlir en ríkinu beri að uppfæra þá árlega til þess að standa vörð um neyðarþjónustu í landinu þegar stéttarfélög nota sín verkfallsrétt. „Ríkið hefur ekki hirt um að uppfæra lista í 13 ár og þar af leiðandi virt að vettugi þennan rétt stéttarfélaga til að fara í verkfall, störf ljósmæðra og öryggi skjólstæðinga þeirra," segir Guðlaug. Undanþága nær ekki til meðgöngudeildar og sónardeildar Samkvæmt túlkun Ljósmæðrafélagsins á undanþágulistunum er engin undanþága í gildi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar nái undanþága til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og tveggja sængurkvennadeilda og bráðadeilda á Landspítalanum en ekki til Hreiðursins, meðgöngudeildar og sónardeildar á sama spítala. Þá óskar félagið eftir upplýsingum um hvernig sjúkrahúsin á Akureyri, Ísafirði, Vestmannaeyjum og Akranesi, hyggist nýta undanþágu sína. Ljósmæðrafélagið leitaði álits Landlæknisembættisins vegna undanþágulistanna og túlkun félagsins á listunum. Var það mat Landlæknisembættisins að mjög brýnt væri að undanþágulistar heilbrigðisstétta endurspegluðu á hverjum tíma þá þörf sem nauðsynlegt væri að uppfylla til að tryggja öryggi sjúklinga. Bendir Landlæknisembættið á að við gerð undanþágulista þurfi ætíð að líta til þróunar í heilbrigðisþjónustunnar sem geti verið afar hröð og því ættu þeir að liggja fyrir á hverju ári.
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira