Dagur ljóðskálds og ljóðarýnis Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 1. febrúar 2008 06:00 Sigurður Pálsson ljóðskáld fagnar með eiginkonu sinni, Kristínu Jóhannesdóttur, á Bessastöðum í gær. Vísir/Anton Brink Forseti Íslands afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum í gær að viðstöddu fjölmenni. Sigurður Pálsson skáld hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Minnisbók sína og Þorsteinn Þorsteinsson gagnrýnandi hlaut verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis fyrir rit sitt um höfundarverk Sigfúsar Daðasonar skálds, Ljóðhús. Ljóðið átti sinn dag í gær; Sigurður hefur verið mikilvirkt ljóðskáld í hartnær fjóra áratugi og sent frá sér fjölda ljóðabóka sem hann raðar í efnistengdar syrpur, jafnframt því sem hann hefur samið skáldsögur og leikverk og verið afkastamikill þýðandi úr frönsku. Þorsteinn hefur á síðari árum staðið fyrir útgáfum á ritsöfnum skálda og rithöfunda, en telja verður verk hans um skáldferil Sigfúsar Daðasonar kórónu á langri vegferð rýnandans um heim ljóðlistarinnar frá unga aldri. Minnisbók Sigurðar rekur þroskaár hans í París frá því hann heldur utan til náms, hvernig ljóðasmíði hans endurspeglar reynslu og umhverfi hins unga skálds. Þorsteinn rekur með ýmsum dæmum og hliðstæðum hvernig evrópsk ljóðahefð mótaði Sigfús Daðason, eitt helsta ljóðskáld síðustu aldar, einkum hin franska ljóðhefð. Voru þeir félagar að vonum ánægðir eftir afhendinguna í veisluskálanum á Bessastöðum í gær. Bókmenntaverðlaunin nema 750 þúsund krónum í hvorum flokki, auk þess sem afhent eru skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens, – opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Þetta er í nítjánda sinn sem verðlaunin eru veitt en til þeirra var stofnað af Félagi bókaútgefenda. Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Forseti Íslands afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum í gær að viðstöddu fjölmenni. Sigurður Pálsson skáld hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Minnisbók sína og Þorsteinn Þorsteinsson gagnrýnandi hlaut verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis fyrir rit sitt um höfundarverk Sigfúsar Daðasonar skálds, Ljóðhús. Ljóðið átti sinn dag í gær; Sigurður hefur verið mikilvirkt ljóðskáld í hartnær fjóra áratugi og sent frá sér fjölda ljóðabóka sem hann raðar í efnistengdar syrpur, jafnframt því sem hann hefur samið skáldsögur og leikverk og verið afkastamikill þýðandi úr frönsku. Þorsteinn hefur á síðari árum staðið fyrir útgáfum á ritsöfnum skálda og rithöfunda, en telja verður verk hans um skáldferil Sigfúsar Daðasonar kórónu á langri vegferð rýnandans um heim ljóðlistarinnar frá unga aldri. Minnisbók Sigurðar rekur þroskaár hans í París frá því hann heldur utan til náms, hvernig ljóðasmíði hans endurspeglar reynslu og umhverfi hins unga skálds. Þorsteinn rekur með ýmsum dæmum og hliðstæðum hvernig evrópsk ljóðahefð mótaði Sigfús Daðason, eitt helsta ljóðskáld síðustu aldar, einkum hin franska ljóðhefð. Voru þeir félagar að vonum ánægðir eftir afhendinguna í veisluskálanum á Bessastöðum í gær. Bókmenntaverðlaunin nema 750 þúsund krónum í hvorum flokki, auk þess sem afhent eru skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens, – opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Þetta er í nítjánda sinn sem verðlaunin eru veitt en til þeirra var stofnað af Félagi bókaútgefenda.
Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira