Innlent

8 þúsund fyrirtæki skila ekki ársreikningi

Pálmi Haraldsson lofar að skila strax inn ársreikningi fyrir félag sitt Fons.
Pálmi Haraldsson lofar að skila strax inn ársreikningi fyrir félag sitt Fons.

Átta þúsund fyrirtæki skila ekki ársreikningum til Ársreikningaskráar samkvæmt heimildum Vísis. Fons, félag athafnamannsins Pálma Haraldssonar, er eitt þeirra en það hefur ekki skilað ársreikningi undanfarin þrjú ár eins og fram kom í blaðinu 24 stundum í morgun.

"Ég vissi hreinlega ekki af þessu. Þetta er áfall fyrir okkur og við munum strax kippa þessu í liðinn," segir Pálmi í samtali við Vísi. Hann bætir við því að hann sé hundfúll með umfjöllun 24 stunda sem hann segir ósanngjarna. "Það er látið líta út eins og ég hafi framið glæp. Ég skil ekki svona blaðamennsku," segir Pálmi en hann er stjórnarmaður og næststærsti hlutahafi 365 sem Vísir tilheyrir.

Guðmundur Guðbjarnason, forstöðumaður Ársreikningaskrár, sagði í samtali við Vísi að það þurfi að senda stórum hópi fyrirtækja bréf á hverju ári til að minna þau að skila ársreikningi. Það verða margir við þeirri áskorun og en það er alltaf einhverjir sem skila ekki inn," segir Guðmundur og bætir við að það sé yfirleitt af tveimur ástæðum. "Annað hvort eru menn trassar eða þá ekki með bókhaldið í lagi."

Ársreikningaskrá hefur heimild til að sekta félög um allt að 500 þúsund krónur fyrir að standa ekki skil á ársreikningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×