Innlent

Borgin rífur vararafstöðina í Elliðaárdal

Það var Friðrik Sophusson, forstjóri, sem afhenti Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra lyklana að gasaflstöðinni við undirritun samkomulagsins í dag.
Það var Friðrik Sophusson, forstjóri, sem afhenti Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra lyklana að gasaflstöðinni við undirritun samkomulagsins í dag.

Landsvirkjun afhenti í dag Reykjavíkurborg varastöðina í Elliðaárdal ásamt landi til eignar, stöð sem var hluti af stofnframlagi borgarinnar til Landsvirkjunar árið 1965. Í tilkynningu frá Landsvirkun segir að aflstöðin hafi um árabil skilað mikilvægri raforkuframleiðslu á álagstímum sem tryggði nægilegt rafmagn á höfuðborgarsvæðinu.

Varaaflstöðin verður rifin á næstunni.

Varaaflstöðin var ræst árið 1948 en hefur ekki verið notuð til raforkuframleiðslu í um tuttugu ár. Í samkomulagi Landsvirkjunar og Reykjavíkurborgar felst að borgin rífi bygginguna og að landið sem fylgir stöðinni, þrjár spildur í Elliðaárdal, samtals rúmir 15 þúsund fermetrar, verði hluti af útivistarsvæðinu í Elliðaárdal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×