Innlent

Annþór fannst í Mosfellsbæ

Annþór Kristján Karlsson.
Annþór Kristján Karlsson.

Annþór Kristján Karlsson sem strauk úr fangaklefa af lögreglustöðini við Hverfisgötu fannst í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ nú fyrir skömmu.

Viðamikil leit hefur staðið yfir í allan dag eftir að Annþór strauk um klukkan fimm í morgun.

Annþór sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðustu tvær vikur á Litla Hrauni var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu um miðjan dag í gær. Hann átti að fara í yfirheyrslu í dag en strauk eins og fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×