Innlent

Stjórnarformaður OR getur ekki svarað til um framtíð Guðmundar

Kjartan Magnússon stjórnarformaður OR vill ekki tjá sig um framtíð Guðmundar Þóroddssonar hjá Orkuveitunni.
Kjartan Magnússon stjórnarformaður OR vill ekki tjá sig um framtíð Guðmundar Þóroddssonar hjá Orkuveitunni.

Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sagðist ekki treysta sér til að segja til um hvort Guðmundur Þóroddsson snúi aftur sem forstjóri Orkuveitunnar þegar sjö mánaða leyfi hans lýkur.

Kjartan sagði þetta í Kvöldfréttum RÚV en Guðmundur, sem verið hefur forstjóri REI undanfarna mánuði, á samkvæmt öllu að snúa til baka í forstjórastól OR úr sjö mánaða leyfi 1. apríl næstkomandi.

Guðmundur, sem heur verið töluvert gagnrýndur af borgarfulltrúum fyrir lélega upplýsingagjöf í samrunaferli REI og Geysis Green Energy, sagði við Vísi í síðustu að hann byggist ekki við öðru en að snúa til baka til Orkuveitunnar þegar leyfi hans væri á enda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×