Innlent

Annþór í þriggja vikna gæsluvarðhald

Annþór Kristján Karlsson, undir bláa teppinu, var leiddur fyrir dómara í kvöld.
Annþór Kristján Karlsson, undir bláa teppinu, var leiddur fyrir dómara í kvöld.

Annþór Kristján Karlsson var í kvöld úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Annþór flúði frá Lögreglustöðinni á Hverfisgötu í morgun en náðist um klukkan 18 í húsi Mosfellsbæ.

Annþór er talinn tengjast umfangsmiklu hraðsendingasmygli þar sem reynt var að smygla 4,6 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni. Þrír aðrir menn Tómas Kristjánsson, Jóhannes Páll og Ari Gunnarssynir sitja einnig í gæsluvarðhaldi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×