Bakkavör hífir Úrvalsvísitöluna upp

Gengi hlutabréfa í Bakkavör rauk upp um tæp 40 prósent í tíu viðskiptum upp á rúm 780 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hækkun dagsins. Á sama tíma féll gengi bréf í Century Aluminum um 4,9 prósent og Færeyjabanka um 4,5 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri um 0,81 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,85 prósent í dag og stendur vísitalan í 675 stigum. Viðskipti í Kauphöllinni voru 52 talsins í dag og námu þau rúmum 18,6 milljónum króna.