Innlent

Sjálfkjör Ólafs sparaði 160 milljónir

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff 1. ágúst sl.
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff 1. ágúst sl.

Ólafur Ragnar Grímsson sór embættiseið sem forseti Íslands í fjórða skipti 1. ágúst síðastliðinn. Frestur til að skila inn framboði rann út á miðnætti 23. maí og var Ólafur sá eini sem gaf kost á sér og var hann því sjálfkjörinn.

Samkvæmt fjáraukalögum fyrir árið 2008 var gert ráð fyrir 160 milljón króna fjárframlagi vegna hugsanlegra forsetakosninga. Sú heimild verður nú felld niður og því sparaði sjálfkjör forsetans ríkissjóð um 160 milljónir.

Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti Íslands 1996 og tók þá við af Vigdísi Finnbogadóttur sem hafði verið 16 ár í embætti. Árið 2004 fékk Ólafur mótframboð þegar Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon buðu sig fram gegn honum. Ólafur hlaut 85,6% gildra atkvæða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×