Stöðvaði ekki fréttina 15. desember 2008 12:33 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á DV, greinir frá því á vefritinu NEI í dag að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi stöðvað birtingu greinar sem hann skrifaði um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Fréttin hafi snúist um að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum. „Ég verð að vísa til Reynis með þetta mál. Ég er ekki að skipta mér af fréttaflutningi af þessu tagi hjá DV eða dv.is eða öðrum miðlum hjá Birtingi," segir Hreinn í samtali við Vísi. Hreinn segist hins vegar oft hafa ákveðnar skoðanir á því sem þar sé skrifað. Hann geri kröfur um það að menn gæti allra sjónarmiða og segi satt og rétt frá. Hann hafi iðulega gert athugasemdir við orðalag og framsetningu. „Ég er alls ekki sáttur við allt sem fram kemur á DV, bara svo að það liggi fyrir. En að ég sé að hlustast til um það hvað þar birtist eða þar birtist ekki er alveg af og frá," segir Hreinn. Ritstjórn DV ákveði það algjörlega sjálf. Reynir Traustason ritstjóri DV sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í morgun að það væri bull að óeðlilegar ástæður hafi legið að baki því að ákveðið var að birta ekki frétt Jóns Bjarka í blaðinu. Fréttin hafi einfaldlega verið gömul og ekki bætt neinu við það sem þegar hafði fram komið á fréttavefnum Eyjunni. Jón Bjarki Magnússon sem skrifaði fréttina segist í samtali við Vísi standa við það að Reynir hafi sagt að aðilar úti í bæ hafi viljað stoppa fréttina. Hann kveðst hafa hætt störfum hjá DV í gær. „Ég sendi Reyni póst í gær þar sem ég sagði honum að ég ætlaði að hætta, og myndi segja frá þessu. Við ræddum þetta síðan í tvo tíma og ég ræddi líka við Jón Trausta (hinn ritstjóra DV) þar sem þeir reyndu að fá mig til þess að hætta við þetta. Ég taldi hinsvegar nauðsynlegt að þetta kæmi fram," segir Jón Bjarki sem starfað hefur á DV síðan í júní. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á DV, greinir frá því á vefritinu NEI í dag að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi stöðvað birtingu greinar sem hann skrifaði um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Fréttin hafi snúist um að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum. „Ég verð að vísa til Reynis með þetta mál. Ég er ekki að skipta mér af fréttaflutningi af þessu tagi hjá DV eða dv.is eða öðrum miðlum hjá Birtingi," segir Hreinn í samtali við Vísi. Hreinn segist hins vegar oft hafa ákveðnar skoðanir á því sem þar sé skrifað. Hann geri kröfur um það að menn gæti allra sjónarmiða og segi satt og rétt frá. Hann hafi iðulega gert athugasemdir við orðalag og framsetningu. „Ég er alls ekki sáttur við allt sem fram kemur á DV, bara svo að það liggi fyrir. En að ég sé að hlustast til um það hvað þar birtist eða þar birtist ekki er alveg af og frá," segir Hreinn. Ritstjórn DV ákveði það algjörlega sjálf. Reynir Traustason ritstjóri DV sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í morgun að það væri bull að óeðlilegar ástæður hafi legið að baki því að ákveðið var að birta ekki frétt Jóns Bjarka í blaðinu. Fréttin hafi einfaldlega verið gömul og ekki bætt neinu við það sem þegar hafði fram komið á fréttavefnum Eyjunni. Jón Bjarki Magnússon sem skrifaði fréttina segist í samtali við Vísi standa við það að Reynir hafi sagt að aðilar úti í bæ hafi viljað stoppa fréttina. Hann kveðst hafa hætt störfum hjá DV í gær. „Ég sendi Reyni póst í gær þar sem ég sagði honum að ég ætlaði að hætta, og myndi segja frá þessu. Við ræddum þetta síðan í tvo tíma og ég ræddi líka við Jón Trausta (hinn ritstjóra DV) þar sem þeir reyndu að fá mig til þess að hætta við þetta. Ég taldi hinsvegar nauðsynlegt að þetta kæmi fram," segir Jón Bjarki sem starfað hefur á DV síðan í júní.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Sjá meira