Tónlist

Mjallhvít og Rúnar á svið

Hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? heldur útgáfutónleika í Iðnó á fimmtudagskvöld.
Hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? heldur útgáfutónleika í Iðnó á fimmtudagskvöld.
Hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? heldur útgáfutónleika í Iðnó á fimmtudagskvöld til að kynna sína fyrstu plötu. Ýmsir gestir koma við sögu á tónleikunum, þar á meðal goðsögnin Rúnar Júlíusson, sem mun taka lagið. Hann hefur áður sungið með hljómsveitinni, auk þess sem plata hennar var einmitt gefin út af útgáfufyrirtæki Rúnars, Geimsteini.

Hvar er Mjallhvít?, sem var stofnuð um jólin 2004, er skipuð þremur strákum úr Reykjavík. Hljómsveitin hefur spilað á böllum og í hinum ýmsu veislum við góðan orðstír og ætlar sér að halda því áfram í framtíðinni. Iðnó verður opnað klukkan 20 og er miðaverð á tónleikana 1.000 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×