Innlent

Segir niðurstöðu Hæstaréttar miður

Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdarstjóri Smáís.
Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdarstjóri Smáís.

Í dag birti Hæstiréttur Íslands niðurstöðu í máli rétthafa gegn Svavari Lúthersyni og Istorrent ehf. Snæbjörn Steingrímsson hjá rétthafasamtökunum Smáís segir niðurstöðuna miður þar sem málinu hafi verið vísað frá á þeim forsendum að málsóknarumboð væru ekki gild.

Yfirlýsingu frá Snæbirni má sjá hér að neðan:

„Niðurstaða Hæstaréttar var að vísa máli rétthafa frá á þeim forsendum að málsóknarumboð væru ekki gild fyrir rétthafasamtökin SMÁÍS, SÍK, FHF og STEF.

Þessi niðurstaða er miður og ótrúlegt að ætla að meina rétthafasamtökum að leita réttar sinnar félagsmanna. Hér er óþarfa leikur að réttarformlegheitum í þessu máli frekar en að taka á málum efnislega.

Það hefur ekki enn fengist EFNISLEG niðurstaða í þessu máli og reynist erfitt að fá dómara til að fara yfir málið sjálft, þ.e.a.s höfundarréttarlögin sjálf.

Í kjölfarið neyðast rétthafarnir sjálfir til að höfða sama mál í eigin nafni á nákvæmlega sömu forsemdum og áður en nú án málsóknarumboðs til rétthafasamtaka.

Þar með vonast rétthafar að loksins verði efnislega tekið á þessu máli og harma það jafnframt að þessi niðurstaða mun leiða til þess að auka kostnað stefnenda og stefnda auk þess að leggja frekari álag á réttarkerfið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×