Sampdoria vill fá sóknarmanninn Andriy Shevchenko lánaðan á komandi tímabili. Shevchenko hefur átt erfitt með að vinna sér inn sæti í lið Chelsea þau tvö ár sem hann hefur verið á Englandi.
Beppe Marotta, framkvæmdastjóri hjá Sampdoria, segir að leikmaðurinn sé til í að koma en eina vandamálið verði að uppfylla laun hans.
Antonio Cassano lék með Sampdoria í fyrra á lánssamningi frá Real Madrid.