Brett Favre hefur ákveðið að hætta við að hætta. Favre hefur verið einn besti leikstjórnandinn í ameríska fótboltanum undanfarin ár en hann lék með Green Bay Packers.
Favre er 36 ára en mun ekki leika áfram með Green Bay þar sem forráðamenn félagsins höfðu ekki áhuga á því. Favre á met í NFL-deildinni fyrir flestar heppnaðar sendingar.