Innlent

Allur akstur bannaður á Dyngjuleið

Vegna framkvæmda verða tafir á umferð á Þingvallavegi frá þjónustumiðstöð að Vinaskógi næstu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Vegna aurbleytu og hættu á skemmdum er allur akstur enn bannaður á Dyngjuleið, milli Sprengisands og Öskju, og að hluta til á Stórasandi.

Nú standa yfir framkvæmdir víða um land og eru vegfarendur beðnir að virða merkingar og hraðatakmarkanir. Vegna framkvæmda við Uxahryggjaveg er vegurinn lokaður á kafla en vegfarendum er bent á hjáleið um gamla veginn. Verið er að gera mislæg gatnamót á Reykjanesbraut, annars vegar við Arnarnesveg og hins vegar við Vífilsstaðaveg. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát á vinnusvæðum.

Vegna vinnu við gerð undirganga á Reykjanesbraut, milli Smáratorgs og Linda, hefur akreinum verið hliðrað til suðausturs. Áætluð verklok eru 15. nóvember 2008.

Umferð hefur verið færð á nýja brú við Stapahverfi, mitt á milli Grindavíkurvegar og Njarðvíkur. Gert er ráð fyrir að þetta framhjáhlaup verði í notkun fram í byrjun október. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða hámarkshraða á svæðinu.

Framkvæmdir standa yfir við breytingar á Nýbýlavegi og er Auðbrekka lokuð við Nýbýlaveg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×