Íslenski boltinn

Elísabet: Er komin á endastöð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.

„Ég hef verið með þetta lið í fimm ár og fannst bara rétti tímapunkturinn að stíga út. Ég tel mig vera komna á endastöð með liðið," sagði Elísabet Gunnarsdóttir sem er hætt þjálfun kvennaliðs Vals. Hún segist þó alls ekki vera hætt þjálfun.

„Ég held að það sé bara best fyrir mig og stelpurnar að breyta til. Tímabilinu hjá okkur lauk í dag og nú mun ég bara skoða mín mál og athuga hver næstu skref verða," sagði Elísabet við Vísi í kvöld.

Hún segir að þjálfun erlendis heilli en ekkert sé ákveðið. „Þetta hefur verið frábær tími hjá Val og aðallega hefur hann einkennst af gleðistundum. Þetta er frábær hópur sem ég hef unnið með, leikmenn, stjórnarmenn og samstarfsmenn. Það er bjart framundan hjá Val."

Ekki er víst hver tekur við þjálfun Valsliðsins en Freyr Alexandersson stýrði því með Elísabetu í sumar. Samningar þeirra beggja hljóðuðu upp á að þau þjálfi í sameiningu og detta þeir því úr gildi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×