Lífið

50 Cent fær að hitta son sinn

50 Cent var ánægður með úrskurðinn í dag.
50 Cent var ánægður með úrskurðinn í dag.

Rapparinn síkáti, 50 Cent, fær að hitta ellefu ára gamlan son sinn aðra hvora helgi, samkvæmt niðurstöðu sem fjölskyldudómur í Suffolk sýslu í Bandaríkjunum komst að í dag. Rétturinn komst jafnframt að þerri niðurstöðu að rapparinn mætti ekki koma nærri móður drengsins, Shaniqua Tompkins.

Móðir drengsins var víst hundóánægð með úrskurð dómara ef marka má vefinn Newsday.com. Hún fullyrðir að drengurinn vilji ekki fara til pabba síns aðra hverja helgi.

50 Cent sagðist vera ánægður með úrskurðinn þegar fjölmiðlar leituðu eftir viðbrögðum frá honum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.