Verðbólga í Bretlandi mælist 4,7 prósent 16. september 2008 09:48 Mervyn King, seðlabankastjóri, og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, stinga nefjum saman. Mynd/AFP Verðbólga mældist 4,7 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði, samkvæmt gögnum bresku hagstofunnar sem birt voru í dag. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í ellefu ár. Þróun mála bindur aftur hendur Englandsbanka, sem hefur horft til þess að létta á löndum sínum með lækkun stýrivaxta. Stýrivextir í Bretlandi standa í fimm prósentum. Forsvarsmenn breskra fyrirtækja hafa þrýst á breska bankann svo mánuðum skiptir að koma til móts við mikla vaxtabirgði með lækkun vaxta. Seðlabankinn hefur hins vegar bent á, líkt og hér, að horft sé til þess að lækka verðbólgu áður en önnur máli komist á borðið. Taka ber tillit til þess að ellefu ár eru síðan breska hagstofan hóf að halda utan um verðbólgutölurnar með þessum hætti. Verðbólgan nú er litlu yfir væntingum greinenda, að sögn breska ríkisútvarpsins. Þetta er jafnframt fjórði mánuðurinn í röð sem verðbólga fer yfir þriggja prósenta múrinn. Þegar slíkt gerist er Mervyn King, seðlabankastjóri landsins, skyldugur, lögum samkvæmt, til að ganga inn á teppi fjármálaráðherra og gera honum grein fyrir ástæðum þess að ekki hafi tekist að halda verðbólgu niðri. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verðbólga mældist 4,7 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði, samkvæmt gögnum bresku hagstofunnar sem birt voru í dag. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í ellefu ár. Þróun mála bindur aftur hendur Englandsbanka, sem hefur horft til þess að létta á löndum sínum með lækkun stýrivaxta. Stýrivextir í Bretlandi standa í fimm prósentum. Forsvarsmenn breskra fyrirtækja hafa þrýst á breska bankann svo mánuðum skiptir að koma til móts við mikla vaxtabirgði með lækkun vaxta. Seðlabankinn hefur hins vegar bent á, líkt og hér, að horft sé til þess að lækka verðbólgu áður en önnur máli komist á borðið. Taka ber tillit til þess að ellefu ár eru síðan breska hagstofan hóf að halda utan um verðbólgutölurnar með þessum hætti. Verðbólgan nú er litlu yfir væntingum greinenda, að sögn breska ríkisútvarpsins. Þetta er jafnframt fjórði mánuðurinn í röð sem verðbólga fer yfir þriggja prósenta múrinn. Þegar slíkt gerist er Mervyn King, seðlabankastjóri landsins, skyldugur, lögum samkvæmt, til að ganga inn á teppi fjármálaráðherra og gera honum grein fyrir ástæðum þess að ekki hafi tekist að halda verðbólgu niðri.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira