Formúla 1

Ég má ekki við því að gera fleiri mistök

NordicPhotos/GettyImages

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren segist ekki mega við því að gera fleiri mistök ef hann ætli sér að vinna sinn fyrsta heimsmeistaratitil í Formúlu 1.

Hamilton hefur aðeins eins stigs forystu á Felipe Massa hjá Ferrari þegar fjórar keppnir eru eftir af mótinu.

"Ég er í forystu núna af því ég hef gert færri mistök en í fyrra. Maður verður að fara inn í hverja keppni með hjartanu, en maður verður líka að vera skynsamur. Ég hef ekki efni á að gera fleiri mistök," sagði Hamilton.

Næsta keppni fer fram í Singapúr þar sem keppt verður í fyrsta sinn, en þar á eftir verður keppt í Japan, þá Kína og svo fer lokamótið fram í Brasilíu.

"Singapúr er braut þar sem keppt verður að næturlagi og enginn okkar er vanur slíku, en við höfum ekki áhyggjur af því" sagði Hamilton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×