
Viðskipti innlent
Icelandair svífur eitt í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um 0,37 prósent í Kauphöllinni í morgun. Félagið er það eina sem tók flugið á hlutabréfamarkaði og það eina sem hreyfðist í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskiptin fram til þessa í Kauphöllinni hafa verið fjögur talsins upp á 328.527 krónur. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,18 prósent og stendur hún í 643 stigum.